1271. fundur

28.05.2020 08:00

1271. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn að Tjarnargötu 12 28. maí 2020 kl. 08:00

Viðstaddir: Friðjón Einarsson, Guðbrandur Einarsson, Gunnar Þórarinsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Margrét A. Sanders, Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

1. Ársreikningur og endurskoðunarskýrsla 2019 (2019110195)

Regína F. Guðmundsdóttir fjármálastjóri, Sturla Jónsson og Theodór Sigurbergsson endurskoðendur frá Grant Thornton mættu á fundinn og kynntu ársreikning og endurskoðunarskýrslu vegna ársins 2019.

2. Rekstraruppgjör 2020 (2020030202)

Regína F. Guðmundsdóttir fjármálastjóri mætti á fundinn og fór yfir rekstraruppgjör janúar – apríl 2020.

3. Sundmiðstöð – Útisvæði (2020030072)

Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs mætti á fundinn og kynnti fyrirliggjandi gögn og upplýsingar varðandi útboð á breytingum á útisvæði Sundmiðstöðvarinnar.
Bæjarráð samþykkir að hafna innsendu tilboði. Guðlaugi H. Sigurjónssyni sviðsstjóra umhverfissviðs falið að vinna áfram í málinu.

4. Æfingavöllur vestan Reykjaneshallar (2020050503)

Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs mætti á fundinn. Opnuð voru tilboð í gervigrasvöll vestan Reykjaneshallar. Bæjarráð samþykkir að taka tilboði BYGG sem var 79% af kostnaðaráætlun.

Fylgigögn:

Opnun tilboða i gervigrasvöll

5. Fráveitukerfi Reykjanesbæjar (2020021108)

Málinu frestað.

6. Úttekt á verkferlum vegna United Silicon (2020050493)

Lögð fram drög að skýrslu um úttekt á stjórnsýsluháttum vegna kísilverksmiðju United Silicon hf. Bæjarráð samþykkir að fresta málinu til næsta fundar bæjarráðs.

7. Almenningssamgöngur í Reykjanesbæ (2019090564)

Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs mætti á fundinn og fór yfir málið ásamt bæjarstjóra.

8. Stefna Reykjanesbæjar til 2030 – staðan og markmið til 2021 (2019050834)

Bæjarstjóri gerði grein fyrir stöðu verkefna sem koma fram í Stefnu Reykjanesbæjar til 2030.

Fylgigögn:

Stefna Reykjanesbæjar 2030. Verkefnin 11, staðan

9. Viðbrögð við efnahagslegum áhrifum/auknu atvinnuleysi vegna Covid 19 (2020040083)

Kynnt skýrsla Gunnars Víðis Þrastarsonar verkefnastjóra markaðsmála á markaðsherferð/ferðumst innanlands „Reykjanesbær – kíktu í heimsókn“. Bæjarráð samþykkir að halda áfram með verkefnið og mun tryggja fjármögnun með viðauka.

10. Vatnsnesvegur 8a – erindi frá Vatnsnesbúinu, landeigendafélagi (2020030181)

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram í málinu.

11. Niðurfelling fasteignagjalda vegna andláts maka (2020050487)

Samþykkt að fella niður heimild til endurgreiðslu fasteignagjalda vegna andláts maka frá og með 1. júní nk. Samþykkt 3 -0, Friðjón Einarsson (S), Guðbrandur Einarsson (Y) og Jóhann Friðrik Friðriksson (B) greiddu atkvæði með tillögunni, Margrét A. Sanders (D) og Gunnar Þórarinsson (Á) sátu hjá.

12. Fagháskólanám í leikskólafræðum (2020050509)

Jóhann Friðrik Friðriksson vék af fundi á meðan á umræðu og afgreiðslu málsins stóð.

Bæjarráð fagnar þessari nýlundu í námi á Suðurnesjum og samþykkir erindið þar sem kostnaður er óverulegur fyrir sveitarfélagið. Formanni bæjarráðs Friðjóni Einarssyni falið að undirrita viljayfirlýsingu fyrir hönd Reykjanesbæjar.

13. Aðalfundur Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar 8. júní 2020 (2020050486)

Aðalfundarboð lagt fram. Formaður bæjarráðs, Friðjón Einarsson, mun fara með atkvæði Reykjanesbæjar á fundinum.

Fylgigögn:

Aðalfundur Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar ehf.

14. Fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 20. maí 2020 (2020010217)

Fundargerðin lögð fram.

Fylgigögn:

Fundargerð 756. fundar stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 20. maí 2020

15. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 20. maí 2020 (2020021082)

Fundargerðin lögð fram.

Fylgigögn:

Stjórn Sambands islenskra sveitarfélaga - 884. fundur

16. Fundargerðir neyðarstjórnar (2020030192)

Með því að smella hér opnast fundargerðir neyðarstjórnar

17. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Used car-rent ehf. um leyfi til að reka gististað í flokki II að Fitjabraut 6c (2020030142)

Lagðar fram umsagnir byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar, Brunavarna Suðurnesja og Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja. Bæjarráð tekur undir umsögn byggingarfulltrúa og HES um að ekki er mælt með veitingu rekstrarleyfis.

18. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar JEY20 ehf. (Fernando‘s) um leyfi til að reka veitingastað í flokki II að Hafnargötu 28 (2020050170)

Lagðar fram umsagnir byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar, Brunavarna Suðurnesja og Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja. Bæjarráð samþykkir erindið.

19. Stjórnarfundur Tjarnargötu 12 ehf. 2020 (2020050496)

Erindinu vísað til stjórnar Tjarnargötu 12 ehf.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:35. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 2. júní 2020.