1272. fundur

04.06.2020 08:00

1272. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 4. júní 2020, kl. 08:00

Viðstaddir: Friðjón Einarsson, Guðbrandur Einarsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Margrét A. Sanders, Jasmina Crnac, Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

1. Starfsumhverfi á velferðarsviði – niðurstöður og tillögur (2020021011)

Trúnaðarmál. Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram í málinu.

2. Stjórnsýsluúttekt vegna United Silicon (2020050493)

Lögð fram drög að skýrslu um úttekt á stjórnsýsluháttum vegna kísilverksmiðju United Silicon hf.

3. Íþróttahreyfingin og Covid-19 (2020040039)

Hafþór B. Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi mætti á fundinn og kynnti málið.
Bæjarráð samþykkir erindið og vísar því til viðaukagerðar fjárhagsáætlunar 2020.

4. Fundargerðir Brunavarna Suðurnesja bs. 20. apríl og 28. maí 2020 (2020021371)

Fundargerðir lagðar fram.

Fylgigögn:

Fundargerð 47. fundar BS 20. apríl 2020
Fundargerð 48. fundar BS 28. maí 2020

5. Fundargerðir neyðarstjórnar (2020030192)

Með því að smella hér opnast fundargerð neyðarstjórnar.

6. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Fagrablaks frá Keflavík ehf. um tækifærisleyfi (2020050527)

Afgreiðslu frestað.

7. Umsagnarmál frá nefndasviði Alþingis (2020010375)

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, nr. 38/2018 (notendaráð), 838. mál
Með því að smella hér opnast frumvarpið.
Umsagnarmál lagt fram.

8. Öryggisgæsla og öryggisvistun (2020060028)

Þór G. Þórarinsson, sérfræðingur og Erna Kristín Blöndal, skrifstofustjóri frá félagsmálaráðuneytinu mættu á fundinn og kynntu verkefnið. Fundinn sátu einnig Hera Ósk Einarsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs, Guðlaugur H. Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfissviðs, Gunnar Kr. Ottósson skipulagsfulltrúi, Sigríður Daníelsdóttir forstöðumaður fjölskyldudeildar, Unnar Steinn Bjarndal bæjarlögmaður og Hrafn Ásgeirsson fulltrúi í velferðaráði.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:40. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 16. júní 2020.