1273. fundur

11.06.2020 08:00

1273. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 11. júní 2020, kl. 08:00

Viðstaddir: Friðjón Einarsson, Guðbrandur Einarsson, Gunnar Þórarinsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Margrét A. Sanders, Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

1. Nýtt hjúkrunarheimili (2019050812)

Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs mætti á fundinn og kynnti samningsdrög um verkefnisstjórn og umsjón vegna framkvæmda við hjúkrunarheimili á lóð við Njarðarvelli ásamt tilheyrandi minnisblöðum.

Sviðstjóra umhverfissviðs og bæjarstjóra falið að vinna áfram í málinu.

2. Ný fráveituhreinsistöð (2020021108)

Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs mætti á fundinn og kynnti marksamning varðandi hreinsistöð.

Bæjarráð samþykkir að ganga til samninga og felur sviðsstjóra umhverfissviðs og bæjarstjóra að undirrita samningana.

3. Sundmiðstöð – Útisvæði (2020030072)

Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs mætti á fundinn og fór yfir endurskoðað tilboð sem barst í framkvæmdir við útisvæði sundmiðstöðvar eftir viðræður við tilboðsgjafa.

Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Arnarhvols að upphæð kr. 99.967.665. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á kr. 98.122.268.

4. Viðauki II við fjárhagsáætlun (2019070112)

Regína F. Guðmundsdóttir fjármálastjóri mætti á fundinn og kynnti viðauka við fjárhagsáætlun 2020.

Bæjarráð samþykkir viðauka II við fjárhagsáætlun og breytingar á fjárheimildum á grundvelli hennar að viðbættum 5 milljónum til fimleikadeildar Keflavíkur sem tekið er af eigin fé Reykjanesbæjar.

5. Öryggisgæsla og öryggisvistun (2020060028)

Hera Ó.Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs kynnti málið. Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs sat fundinn undir þessum lið.

Félagsmálaráðuneytið hefur leitað til Reykjanesbæjar eftir samstarfi um byggingu og rekstur öryggisgæslu og öryggisvistunar í Reykjanesbæ sem lið í að vinna að framtíðarlausn fyrir einstaklinga sem þurfa nauðsynlega á öryggisgæslu og öryggisvistun að halda.
Annars vegar er um að ræða að finna hentugt húsnæði undir rekstur öryggisgæslu og öryggisvistunar til 24 mánaða fyrir 2-3 einstaklinga sem þurfa á öryggisgæslu að halda og hins vegar útvegun lóðar fyrir byggingu húsnæðis fyrir 6 – 7 einstaklinga sem þurfa á öryggisgæslu og öryggisvistun að halda. Fyrir utan störf sem skapast á byggingatíma húsnæðis þá er reiknað með að a.m.k. 30 starfsmenn muni starfa við öryggisgæslu og vistun þegar starfsemin er komin í fullan gang, en í skammtímaúrræðinu er gert ráð fyrir störfum fyrir a.m.k. 15 – 20 starfsmenn.
Með þessu verkefni leggur félagsmálaráðuneytið áherslu á að styðja við atvinnuuppbyggingu á Suðurnesjum, auka breidd í atvinnulífinu, skapa tækifæri til þróunar námstilboða í samstarfi við menntastofnanir á svæðinu og almenna styrkingu þekkingar og færni í velferðarþjónustu á Suðurnesjum.
Félagsmálaráðuneytið óskar eftir milligöngu Reykjanesbæjar um útvegun húsnæði til reksturs öryggisgæslu og öryggisvistunar til skemmri tíma annars vegar, sem farið getur af stað í haust, og hins vegar útvegun lóðar 1500 – 2000 m2 til byggingar húsnæðis sem lokið yrði árið 2023. Rekstur stofnunarinnar yrði á vegum ríkisins.

Bæjarráð samþykkir að taka þátt i verkefninu og felur bæjarstjóra að vinna áfram í málinu.

6. Viðbrögð við efnahagslegum áhrifum/auknu atvinnuleysi vegna Covid 19 (2020040083)

Lagt fram.

7. Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. 12. júní 2020 (2020021307)

Aðalfundarboð lagt fram. Bæjarráð felur bæjarstjóra Kjartani Má Kjartanssyni að fara með atkvæði Reykjanesbæjar á fundinum.

Fylgigögn:

Fundarboð 12. júní 2020

8. Erindi frá fimleikadeild Keflavíkur (2020050399)

Lögð eru fram gögn er varða kaup á búnaði fyrir fimleikadeild Keflavíkur. Bæjarráð samþykkir erindið alls kr. 5.000.000 til endurnýjunar búnaðar.

Fylgigögn:

Fimleikadeild Keflavíkur kynning
Fimleikar Erindi til IT
Myndir af fiber

9. Fundargerð stjórnar Þekkingarseturs Suðurnesja 28. maí 2020 (2020060073)

Fundargerðin lögð fram.

Fylgigögn:

34. fundur stjórnar 28. maí 2020

10. Fundargerð ársfundar Þekkingarseturs Suðurnesja 28. maí 2020 (2020050357)

Fundargerðin lögð fram.

Fylgigögn:

Fundargerð áttunda ársfundar Þekkingarseturs Suðurnesja

11. Fundargerð heilbrigðisnefndar Suðurnesja 4. júní 2020 (2020010516)

Fundargerðin lögð fram.

Fylgigögn:

282. fundur 4. júní 2020

12. Fundargerðir neyðarstjórnar (2020030192)

Með því að smella hér opnast fundargerðir neyðarstjórnar.

13. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Fagrablaks frá Keflavík ehf. um tækifærisleyfi (2020050527)

Lögð fram umsögn byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar. Bæjarráð samþykkir erindið.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:10. Fundargerð fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 16. júní 2020.