18.06.2020 08:00

1274. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 18. júní 2020, kl. 08:00

Viðstaddir: Baldur Þ. Guðmundsson, Friðjón Einarsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Margrét A. Sanders, Kolbrún Jóna Pétursdóttir, Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

1. Almenningssamgöngur í Reykjanesbæ (2019090564)

Guðlaugur H. Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfissviðs, Sigurður Kristófersson, deildarstjóri umhverfismála og Hafþór B. Birgisson, íþrótta- og tómstundafulltrúi mættu á fundinn. Lögð fram minnisblöð með tillögum að almenningssamgöngukerfi Reykjanesbæjar.

2. Samþætting skólastarfs og íþrótta- og tómstundastarfs (2020010077)

Guðlaugur H. Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfissviðs, Sigurður Kristófersson, deildarstjóri umhverfismála og Hafþór B. Birgisson, íþrótta- og tómstundafulltrúi, mættu á fundinn og kynntu skýrslu starfshóps um samþættingu skólastarfs við íþrótta- og tómstundastarf.

3. Leikskólavist fyrir börn yngri en 24 mánaða (2019120045)

Helgi Arnarson, sviðsstjóri fræðslusviðs, mætti á fundinn og kynnti skýrslu um leikskólavist barna yngri en 24 mánaða.

4. Nýtt hjúkrunarheimili (2019050812)

Guðlaugur H. Sigurjónsson mætti á fundinn og kynnti minnisblað um kostnaðarmat. Bæjarráð samþykkir kostnaðarmatið og felur bæjarstjóra að undirrita samning um verkefnastjórn og umsjón með framkvæmdum vegna nýs hjúkrunarheimilis að Njarðarvöllum 2, Reykjanesbæ.

5. Fjárhagsáætlun 2021-2024 (2020060158)

Regína F. Guðmundsdóttir, fjármálastjóri, mætti á fundinn og fór yfir fjárhagsáætlunarferli Reykjanesbæjar 2020 og tímaáætlun. Bæjarráð samþykkir fjárhagsáætlunarferli 2020 og tímaramma vegna fjárhagsáætlunar Reykjanesbæjar fyrir árin 2021 – 2024. Kynning fyrir bæjarfulltrúa og nefndarfólk 24. ágúst 2020 frá kl. 13.

6. Beiðni sveitarstjórnarráðherra vegna fasteignaskattsálagningar árið 2021 (2020030360)

Lagt fram.

Fylgigögn:

Beiðni sveitarstjórnarráðherra vegna fasteignaskattsálagningar árið 2021

7. Aðalfundur Bláa lónsins hf. 26. júní 2020 (2020060263)

Aðalfundarboð lagt fram. Bæjarráð felur Margréti Þórarinsdóttur að mæta á fundinn.

Fylgigögn:

FUNDARBOÐ - Aðalfundur Bláa Lónsins hf. 2020

8. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 12. júní 2020 (2020021082)

Fundargerðin lögð fram.

Fylgigögn:

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 885

9. Fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 15. júní 2020 (2020010217)

Fundargerðin lögð fram.

Fylgigögn:

Fundargerð SSS nr. 757_15062020

10. Húsnæðismál Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum (2019120280)

Bæjarráð samþykkir að veita Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum einfalda ábyrgð vegna lántöku þess hjá Lánasjóði sveitarfélaga. Bæjarráð samþykkir að veita bæjarstjóra fullt umboð til að undirrita f.h. Reykjanesbæjar að staðfesta veitingu ábyrgðar.

11. Fundargerðir neyðarstjórnar (2020030192)

Með því að smella hér opnast fundargerðir neyðarstjórnar.

12. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Alex Airport Hotel ehf. um breytingu á gildandi rekstrarleyfi vegna gististaðar að Aðalgötu 60 (2020030110)

Lagðar fram umsagnir byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar, Brunavarna Suðurnesja og Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja. Bæjarráð samþykkir erindið.

Bæjarráð samþykkti að taka eftirfarandi mál á dagskrá:

13. Kosning í bæjarráð (2020060349)

Tillaga kom um Friðjón Einarsson til formanns bæjarráðs. Samþykkt með öllum atkvæðum.
Tillaga kom um Jóhann Friðrik Friðriksson til varaformanns bæjarráðs. Samþykkt með öllum atkvæðum.

14. Kosning fulltrúa á aðalfund Eignarhaldsfélags Suðurnesja (2020060351)

Bæjarráð felur formanni bæjarráðs Friðjóni Einarssyni að fara með atkvæði Reykjanesbæjar á fundinn.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:25