1276. fundur

02.07.2020 08:00

1276. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 2. júlí 2020, kl. 08:00

Viðstaddir: Baldur Þ. Guðmundsson, Friðjón Einarsson, Guðbrandur Einarsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Margrét A. Sanders, Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

1. Framkvæmdaáætlun barnaverndar 2018 – 2022 (2019050953)

Bæjarráð fagnar framlagðri framkvæmdaáætlun barnaverndar.

Fylgigögn:

Framkvæmdaáætlun barnaverndar 2018-2022

2. Rekstraruppgjör maí 2020 (2020030202)

Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri fór yfir rekstraruppgjör janúar - maí 2020. Tekjur sveitarfélagsins hafa minnkað mikið fyrstu fimm mánuði ársins.

3. Sviðsmyndir fjárhagsáætlunar (2019070112)

Kynntar voru sviðsmyndir fyrir rekstrarárið 2020.

4. Lóðarleigusamningar (2019100188)

Lagt var fram minnisblað með samantekt á mismunandi tegundum lóðarleigusamninga og aðferðum við útreikninga lóðarleigu í Reykjanesbæ.

5. Opinber störf á landsbyggðinni – áskorun (2020060560)

Bæjarráð tekur undir áskorun byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar um nauðsyn þess að efla og fjölga opinberum störfum á landsbyggðinni, þar á meðal á Suðurnesjum.

„Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar fagnar ákvörðun félags- og barnamálaráðherra um fjölgun starfa hjá brunamálasviði Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar á Sauðárkróki. Slíkt er í anda stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur um fjölgun opinberra starfa á landsbyggðinni og kemur jafnframt fram í ríkisstjórnarsamþykkt þar um.
Fjölgun opinberra starfa á landsbyggðinni er landsbyggðarsveitarfélögum þýðingarmikið og mikilvægur þáttur í að efla atvinnu og auka fjölbreytileika atvinnulífs hjá fjölmörgum sveitarfélögum landsbyggðarinnar. Sveitarfélög landsbyggðarinnar eru misjöfn að stærð og gerð en eiga það öll sammerkt að fjölgun opinberra starfa eykur samkeppnisfærni þeirra og skapar þeim tækifæri til vaxtar og framþróunar.
Byggðarráð hvetur stjórnvöld til áframhaldandi góðra verka er kemur að fjölgun opinberra starfa hjá landsbyggðarsveitarfélögum og skorar á önnur sveitarfélög að taka undir áskorun byggðarráðs um eflingu og fjölgun opinberra starfa á landsbyggðinni.“

Fylgigögn:

Byggðaráð Skagafjarðar - áskorun

6. Urðunarstaður á Suðurnesjum (2020060567)

Erindi frá Steinþóri Þórðarsyni framkvæmdarstjóra Kölku um urðunar/landmótunarstað fyrir múrbrot og postulín á Suðurnesjum. Bæjarráð tekur vel í erindið og vísar því til umsagnar hjá umhverfissviði.

Fylgigögn:

Urðunarstaður á Suðurnesjum

7. Erindi Samgöngustofu vegna umsóknar MyCar ehf. um leyfi til að reka ökutækjaleigu að Valhallarbraut 761 (2020060092)

Lögð fram umsögn byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar. Bæjarráð samþykkir erindið 5-0.

8. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Kator ehf. um leyfi til að reka gististað í flokki II að Aðalgötu 17 (20200060086)

Lagðar fram umsagnir byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar, Brunavarna Suðurnesja og Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja. Bæjarráð samþykkir erindið.

9. Fundargerð Heklunnar, atvinnuþróunarfélags Suðurnesja 29. júní 2020 (2020021147)

Fundargerðin lögð fram.

Fylgigögn:

78. fundur Heklunnar, atvinnuþróunarfélags Suðurnesja 29.06.2020

10. Fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs 23. júní 2020 (2020010205)

Fundargerðin lögð fram. Bæjarráð samþykkir fundargerðina 5-0.

Fylgigögn:

Undirrituð fundargerð 141. fundur IT 23.06.2020

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:15