1280. fundur

06.08.2020 08:00

1280. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, fjarfundur haldinn 6. ágúst 2020, kl. 08:00

Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Guðbrandur Einarsson, Gunnar Þórarinsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Margrét A. Sanders, Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Höskuldsdóttir ritari.

1. Rekstraruppgjör janúar - júní (2020030202)

Regína F. Guðmundsdóttir fjármálastjóri mætti á fundinn og fór yfir rekstraruppgjör janúar – júní 2020.

2. Sviðsmyndir vegna Covid 19 heimsfaraldurs (2020080030)

Á fundinn mætti Regína F. Guðmundsdóttir fjármálastjóri og kynnti sviðsmyndir fyrir rekstrarárið 2020.

3. Fundargerðir neyðarstjórnar 30. júlí og 4. ágúst 2020 (2020030192)

Með því að smella hér opnast fundargerðir neyðarstjórnar

4. Njarðarbraut 20 (2020080026)

Á fundinn mættu Pálmar Guðmundsson framkvæmdastjóri Tjarnargötu 12 ehf. og Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs. Bæjarráð sem jafnframt er stjórn Tjarnargötu 12 ehf. fjallaði um tilboð sem barst í eignina. Bæjarráð frestar erindinu og felur framkvæmdastjóra Tjarnargötu 12 ehf. að vinna áfram í málinu.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9.30.