1281. fundur

13.08.2020 08:00

1281. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, fjarfundur haldinn 13. ágúst 2020, kl. 08:00

Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Guðbrandur Einarsson, Gunnar Þórarinsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Margrét A. Sanders, Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.


1. Bygginganefnd Stapaskóla (2019110200)

Guðlaugur H. Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfissviðs og Unnar Steinn Bjarndal bæjarlögmaður mættu á fundinn.

Lagt var fram minnisblað um stöðu mála í Stapaskóla.
Bæjarráð samþykkir viðauka um áfangaskil verksins til að tryggja að skólahald geti hafist mánudaginn 24. ágúst 2020 með fyrirvara um að verktaki leggi til raunhæfa verkáætlun um skil samkvæmt viðauka grein 3 svæði B.

Margrét A. Sanders (D) lagði fram eftirfarandi bókun:

„Ég óska eftir upplýsingum um fjárhagslega stöðu verkefnis vegna byggingar Stapaskóla. Hver er staðan núna og hver er hún áætluð í lokin miðað við núverandi stöðu? Hver er áætluð staða ef tekið er tillit til aukakostnaðar og aukaverka?“

Margrét Þórarinsdóttir (M) og Gunnar Þórarinsson (Á) taka undir bókun Margrétar A. Sanders.

2. Þakkir frá félagi eldri borgara á Suðurnesjum (2020080097)

Lagt fram.

Fylgigögn:

RNB þakkarbréf fyrir ferðir i sumar fyrir eldri borgara

3. Fundargerð Almannavarna Suðurnesja 7. ágúst 2020 (2020021373)

Fundargerðin lögð fram.

Fylgigögn:

Fundargerð almannavarna 7. ágúst 2020

4. Fundargerð neyðarstjórnar 10. ágúst 2020 (2020030192)

Með því að smella hér opnast fundargerðir neyðarstjórnar.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:25. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 18. ágúst 2020.