20.08.2020 08:00

1282. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, fjarfundur haldinn 20. ágúst 2020, kl. 08:00

Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Baldur Þ. Guðmundsson, Díana Hilmarsdóttir, Guðbrandur Einarsson, Margrét A. Sanders, Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

1. Beiðni um aðstöðu til jarðfræðirannsókna og kolefnisförgunartilrauna í nágrenni Helguvíkur (2020070219)

Edda Sif Pind Aradóttir og Bergur Sigfússon frá Carbfix mættu á fundinn og kynntu verkefnið.

Bæjarráð tekur jákvætt í verkefnið með fyrirvara um að það sé í samræmi við landnotkun á iðnaðarsvæðinu í Helguvík að uppfylltum öllum skilyrðum sem gerð eru í lögum, reglugerðum og skipulagi til slíkra rannsókna og framkvæmda.

Bæjarráð tekur undir bókun Stjórnar Reykjaneshafnar frá 13. ágúst 2020:
„Stjórn Reykjaneshafnar telur framkomið verkefni mjög áhugavert en í því felst þróun kolefnisförgunaraðferðar sem getur orðið áhrifaríkt verkfæri í baráttunni gegn loftslagsbreytingum í framtíðinni. Stjórn Reykjaneshafnar samþykkir að heimila framkvæmd verkefnisins á hafnarsvæði Helguvíkurhafnar í samræmi við efni bréfsins á rannsóknartíma þess til ársins 2024 svo lengi sem framkvæmdin hafi ekki neikvæð áhrif á uppbyggingu Helguvíkurhafnar. Hafnarstjóri Reykjaneshafnar hefur eftirlit með framkvæmdinni fyrir hönd Reykjaneshafnar og skal framkvæmdin unnin í nánu samráði við hann.“

Fylgigögn:

Beiðni um aðstöðu til jarðfræðirannsókna og kolefnisförgunartilrauna í nágrenni Helguvíkur
Carbfix - bókun stjórnar Reykjaneshafnar 13. ágúst 2020

2. Atvinnuleysistölur (2020040083)

Sigurgestur Guðlaugsson, verkefnastjóri atvinnu- og viðskiptaþróunar, mætti á fundinn. Lögð fram samantekt á tölum um minnkað starfshlutfall og atvinnuleysisskráningu frá Vinnumálastofnun. Sigurgesti falið að vinna áfram í málinu.

Bæjarráð lýsir yfir áhyggjum á alvarlegri stöðu og óskar eftir frekari upplýsingum sem lagðar verða fyrir á næsta bæjarráðsfundi.

3. Fjárhagsáætlun 2021-2024 – tekjuáætlun 2021 (2020060158)

Lagt fram minnisblað um áætlun álagningar fasteignaskatta 2021.

4. Bygging Stapaskóla - fjárhagsleg staða verkefnis (2019110200)

Lagt fram minnisblað vegna fyrirspurnar Margrétar A. Sanders frá síðasta bæjarráðsfundi.

5. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar EAG ehf. um leyfi til að reka veitingastað í flokki II að Hafnargötu 18 (2020070168)

Lagðar fram umsagnir byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar, Brunavarna Suðurnesja og Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja. Bæjarráð samþykkir erindið.

6. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Sunset H20 um leyfi til að reka gististað í flokki II að Háteigi 20 (2020070385)

Friðjón Einarsson lýsir sig vanhæfan í þessu máli.

Lagðar fram umsagnir byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar, Brunavarna Suðurnesja og Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja.
Lóðin Háteigur 20 er íbúðarhúsalóð á skilgreindu svæði íbúðabyggðar. Notkun hússins fyrir atvinnurekstur sem gististaður í fl. II samræmist ekki skipulagi svæðisins. Því getur bæjarráð ekki mælt með heimild til breytingar rekstursins úr flokki I í flokk II.


Bæjarráð samþykkir að taka 7. málið inn á dagskrá:

7. Byggingarnefnd Stapaskóla (2019110200)

Lögð fram fundargerð verkefnastjórnar Stapaskóla. Byggingarnefnd óskar eftir að fá kynningu á frumdrögum um II. áfanga.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:00. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 1. september 2020.