27.08.2020 08:00

1283. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, fjarfundur haldinn 27. ágúst 2020 kl. 08:00

Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Baldur Þ. Guðmundsson, Guðbrandur Einarsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Margrét A. Sanders, Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

1. Bygginganefnd Stapaskóla (2019110200)

Á fundinn mættu Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs, Viggó Magnússon, Aðalsteinn Snorrason og Rebekka Pétursdóttir, hönnunarteymi Arkís og kynntu frumdrög II. áfanga Stapaskóla.

2. Atvinnuleysistölur (2020040083)

Á fundinn mættu Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar og Hildur Jakobína Gísladóttir forstöðumaður Vinnumálastofnunar á Suðurnesjum. Einnig komu inn á fundinn Sigurgestur Guðlaugsson verkefnastjóri atvinnu- og viðskiptaþróunar og Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs.

3. Aukin þörf á fjárstuðningi til framfærslu (2020070426)

Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs og Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs mættu á fundinn.
Lagt fram bréf frá kirkjusóknum á Suðurnesjum dagsett 29. maí 2020 þar sem lýst var áhyggjum af stöðu mála á komandi hausti.
Bæjarráð felur sviðsstjóra velferðarsviðs og sviðsstjóra fræðslusviðs að vinna áfram í málinu.

Fylgigögn:

Aukin þörf á fjárstuðningi til framfærslu

4. Árshlutauppgjör, janúar - júní 2020 (2020030202)

Á fundinn mættu Regína F. Guðmundsdóttir fjármálastjóri og Þorgeir Sæmundsson deildarstjóri reikningshalds og kynntu árshlutauppgjör janúar – júní 2020.

5. Endurfjármögnun EFF (2019060364)

Samþykkt að óska eftir endurfjármögnun frá Lánasjóði sveitarfélaga og bæjarstjóra falið að vinna áfram í málinu.

6. Fjárhagsáætlun 2021- 2024 – tekjuáætlun 2021 (2020060158)

Lagt fram minnisblað um áætlun álagningar fasteignaskatta 2021. Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu að halda fasteignagjöldum óbreyttum í flokki A og lækka flokk C úr 1,6% í 1,55%.

7. Slökkviliðsminjasafnið (2020010293)

Bæjarráð frestar erindinu.

8. Bílastæði við Afreksbraut (2020080268)

Tekið fyrir erindi frá Knattspyrnudeild Njarðvíkur. Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að vinna áfram í málinu.

Fylgigögn:

Fyrirspurn vegna notkunar á bílastæði við knattspyrnuvöll UMFN við Afreksbraut

9. Styrkur vegna myndskreytingar (2020080411)

Beiðni um styrk til myndskreytingar að utan hjá Duus Handverki.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

Fylgigögn:

Umsókn um styrk

10. Fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 19. ágúst 2020 (2020010217)

Fundargerðin lögð fram.

Fylgigögn:

758. stjórnarfundur S.S.S. 19.08.2020

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:45. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 1. september 2020.