03.09.2020 08:00

1284. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, fjarfundur haldinn 3. september 2020, kl. 08:00

Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Baldur Þ. Guðmundsson, Guðbrandur Einarsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Margrét A. Sanders, Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

1. Fjárhagsrammi fjárhagsáætlunar 2021-2024 (2020060158)

Regína Fanný Guðmundsdóttir mætti á fundinn undir þessum lið.
Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri og Regína Fanný Guðmundsdóttir, fjármálastjóri, kynntu tillögu að fjárhagsramma fjárhagsáætlunar Reykjanesbæjar 2021.

2. Stytting vinnuvikunnar (2019100323)

Stýrihópur hefur verið skipaður sem mun fjalla um og móta tillögur að styttingu vinnuvikunnar fyrir alla kjarahópa sem starfa hjá Reykjanesbæ.

Með því að smella hér opnast vefurinn betrivinnutimi.is.

3. Viðbygging Fjölbrautaskóla Suðurnesja (2020030182)

Lagður fram viðauki við fjárfestingaráætlun vegna nýrrar tengibyggingar í húsnæði Fjölbrautaskóla Suðurnesja.
Bæjarráð samþykkir viðauka við fjárfestingaráætlun 2020 upp á kr. 40.000.000 aukningu og kr. 25.000.000 fyrir árið 2021, samtals kr. 65.000.000.

4. Mælaborð stjórnsýslusviðs (2020080412)

Lagt fram. Bæjarráð þakkar fyrir greinagóðar upplýsingar.

5. Staða og framtíð Þroskahjálpar á Suðurnesjum og Dósasels (2020080491)

Lagt fram erindi frá Ásmundi Friðrikssyni, formanni Þroskahjálpar. Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram í málinu.

Fylgigögn:

Ósk_um_fund_vegna_stöðu_og_framtíðar_Þroskahjálpar_og_Dósasels

6. Svæðaskipting fyrir manntal 2021 (2020080465)

Lagt fram erindi frá Byggðastofnun og minnisblað frá Gunnari Kr. Ottóssyni, skipulagsfulltrúa.
Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsfulltrúa.

Fylgigögn:

Ósk um umsögn vegna svæðaskiptingar fyrir manntal árið 2021
Svæðaskipting fyrir manntal 2021 - drög að umsögn

7. Áhrif COVID-19 á fjármál sveitarfélaga – niðurstöður starfshóps (2020030360)

Lagt fram.

Fylgigögn:

Áhrif Covid-19 á fjármál sveitarfélaga

8. Ályktun Samtaka atvinnurekenda á Reykjanesi vegna hertra sóttvarna á landamærum (2020040083)

Lögð fram ályktun frá Samtökum atvinnurekenda á Reykjanesi.

Fylgigögn:

Ályktun Samtaka Atvinnurekenda á Reykjanesi vegna hertra sóttvarna á landamærum. 31 ágúst 2020

9. Fundargerð heilbrigðisnefndar Suðurnesja 27. ágúst 2020 (2020010516)

Fundargerð lögð fram.

Fylgigögn:

283. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurnesja 27.08.2020

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:00. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 15. september 2020.