- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Viðstaddir:Friðjón Einarsson formaður, Baldur Þ. Guðmundsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Guðbrandur Einarsson, Margrét A. Sanders, Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Halldóra G. Jónsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.
Regína Fanný Guðmundsdóttir, fjármálastjóri mætti á fundinn. Lögð fram tillaga að fjárhagsramma vegna fjárhagsáætlunar 2021.
Tillagan samþykkt 5-0.
Teknar voru fyrir bókanir, sem lagðar voru fram á bæjarstjórnarfundi 1. september 2020, vegna annars liðar úr fundargerð menningar- og atvinnuráðs 26. ágúst 2020.
Vegna þeirrar bókunar vilja fulltrúar Samfylkingar, Framsóknarflokks og Beinnar Leiðar taka eftirfarandi fram:
1. Menningar og atvinnuráð er nú þegar að vinna að greiningum og horfa til möguleika í atvinnumálum í samstarfi við ráðuneyti og stofnanir á Suðurnesjum.
2. Ætlast er til að framtíðarnefnd fjalli um atvinnuuppbyggingu í Reykjanesbæ til framtíðar. Hafin er vinna að stefnumótun til framtíðar hjá Súlunni og gert er ráð fyrir að framtíðarnefnd taki þátt í þeirri vinnu.
3. Starfshópur um atvinnuþróun er þegar til staðar og í samvinnu við félagsmálaráðuneyti og Vinnumálastofnun og verða hugmyndir kynntar á næstu dögum.
4. Fyrirhugaður er fundur með öllum hagsmunaaðilum í Reykjanesbæ á næstunni en bæjarstjóri Reykjanesbæjar hefur þegar hafið undirbúning.
5. Reykjanesbær er með skýra sýn og hver helstu forgangsatriði þurfi að vera í forgrunni til styrkingar atvinnumálum í Reykjanesbæ.
Staðan á vinnumarkaði fyrir atvinnu- og menningarráð 26082020
Tekið fyrir 4. mál úr fundargerð menningar- og atvinnuráðs frá 26. ágúst 2020 þar sem ráðið leggur til að ókeypis verði á söfn bæjarins til áramóta. Bæjarráð samþykkir tillöguna 5-0.
Málinu frestað.
Tilnefning í samstarfshóp - samfélagsrannsóknir
Lagt fram svar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi þátttöku sambandsins í Framfaravoginni.
Fjarfundarboð lagt fram. Bæjarráð hvetur sveitarstjórnarfulltrúa og nefndarfólk til þátttöku.
Dagskrá fjar-landsfundar um jafnréttismál sveitarfélaga 2020
Fundargerðin lögð fram.
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 886
Með því að smella hér opnast fundargerðir neyðarstjórnar.
Fundargerðin lögð fram.
79. fundur Heklunnar, 04.09.2020
Guðlaugur H. Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfissviðs mætti á fundinn. Lagt fram minnisblað um breytingar og stöðu á framkvæmdum við Stapaskóla.
Bæjarráð felur sviðstóra umhverfissviðs að vinna áfram í málinu.
Pálmar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Tjarnargötu 12 ehf. og Gunnar Kr. Ottósson, skipulagsfulltrúi mættu á fundinn.
Lögð fram tilboð sem borist hafa í Njarðarbraut 20. Stjórnarfundur Tjarnargötu 12 ehf. felur framkvæmdastjóra Tjarnargötu 12 ehf. og skipulagsfulltrúa að vinna áfram í málinu í samráði við bæjarlögmann.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:20. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 15. september 2020.