1286. fundur

17.09.2020 08:00

1286. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, fjarfundur haldinn 17. september 2020, kl. 08:00

Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Baldur Þ. Guðmundsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Guðbrandur Einarsson, Margrét A. Sanders, Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

1. Launagreining (2020030202)

Lagt fram minnisblað um greiningu á launakostnaði fyrstu sex mánaða áranna 2019 og 2020.

2. Erindi frá Norðuráli varðandi lóð og húsnæði í Helguvík (2020080524)

Lagt fram erindi frá Norðuráli varðandi not á lóð og húsnæði í Helguvík.

Fylgigögn:

Norðurál - húsnæði og lóð

3. Ráðning bæjarlögmanns (2019100252)

Lagt fram minnisblað vegna framlengingar á tímabundinni ráðningu bæjarlögmanns. Bæjarráð samþykkir með öllum atkvæðum að framlengja ráðningu Unnars Steins Bjarndal sem bæjarlögmanns til eins árs í samræmi við heimild 2. mgr. 41. gr. laga nr. 70/1996. Staðan verður auglýst að ári.

4. Aukin þörf á fjárstuðningi til framfærslu (2020070426)

Lagt fram minnisblað á útreikningi fjárstuðnings fyrir árið 2021. Bæjarráð vísar málinu til fjárhagsáætlunargerðar.

Fylgigögn:

Aukin þörf á fjárstuðningi til framfærslu

5. Fjármálaráðstefna sveitarfélaganna 1. og 2. október 2020 (2020090145)

Lagt fram fjarfundarboð á fjármálaráðstefnu 2020.

6. Ársskýrsla og ársreikningur Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum 2019 (2020090142)

Lagt fram.

Fylgigögn:

Ársskýrsla 2019

7. Áskorun frá Samtökum íslenskra handverksbrugghúsa (2020090144)

Lögð fram.

Fylgigögn:

Áskorun á ráðherra, þingmenn og sveitarstjórnarfólk
Áskorun félags íslenskra handverksbrugghúsa

8. Fundargerð Samtaka orkusveitarfélaga (2020090218)

Fundargerð lögð fram. Bæjarráð tilnefnir Jóhann Friðrik Friðriksson sem fulltrúa Reykjanesbæjar í stjórn Samtaka orkusveitarfélaga.

Fylgigögn:

Stjórn Samtaka orkusveitarfélaga - 42.fundur

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 8:50. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 6. október 2020.