24.09.2020 08:00

1287. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, fjarfundur haldinn 24. september 2020, kl. 08:00

Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Baldur Þ. Guðmundsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Guðbrandur Einarsson, Margrét A. Sanders, Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

1. Fundargerð verkefnastjórnar Stapaskóla 22. september 2020 (2019110200)

Guðlaugur H. Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfissviðs, Helgi Arnarsson sviðsstjóri fræðslusvið og Gróa Axelsdóttir skólastjóri Stapaskóla mættu á fundinn. Lagt fram minnisblað um stöðu á framkvæmdum. Bæjarráð lýsir yfir miklum áhyggjum á seinkun framkvæmda við Stapaskóla.

2. Viljayfirlýsing um sköpun starfa á Suðurnesjum (2020040083)

Viljayfirlýsing um sköpun starfa á Suðurnesjum lögð fram.

Fylgigögn:

Viljayfirlýsing um sköpun starfa á Suðurnesjum

3. Jafnvægisvogin (2020090356)

Bæjarráð lýsir yfir vilja að sveitarfélagið Reykjanesbær verði þátttakandi í Jafnvægisvoginni með það markmið að vinna markvisst að því næstu fimm árin að jafna hlut kynja í efsta lagi stjórnunar. Bæjarstjóra falið að undirrita viljayfirlýsinguna.

Fylgigögn:

Jafnvægisvog FKA - Jafnrétti er ákvörðun

4. Aðstaða Ungmennafélags Njarðvíkur við Afreksbraut (2019050297)

Lagt fram bréf frá stjórn UMFN um aðstöðu við Afreksbraut.

Fylgigögn:

Aðstaða UMFN við Afreksbraut

5. Fasteignaskattur á atvinnuhúsnæði – áskorun Félags atvinnurekenda (2020090346)

Lagt fram erindi frá Félagi atvinnurekenda. Bæjarráð hefur nú þegar tekið ákvörðun um lækkun fasteignaskatts C -stofns atvinnuhúsnæðis úr 1,6% í 1,55% sem hefur í för með sér lækkun tekna sveitarfélagsins úr 941 milljónum í 911 milljónir. Þetta er annað árið í röð sem Reykjanesbær lækkar álagningarstuðul fasteignaskatts.

Fylgigögn:

Áskorun stjórnar Félags atvinnurekenda vegna fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði

6. Uppbyggingarteymi félags- og atvinnumála í kjölfar COVID-19 (2020040083)

Lögð fram stöðuskýrsla frá Félagsmálaráðuneytinu um uppbyggingu félags- og atvinnumála í kjölfar COVID-19.

7. Betri Reykjanesbær (2019100329)

Lagðar fram tillögur að breyttu verklagi að vinnslu verkefna af vefnum Betri Reykjanesbær. Bæjarráð samþykkir framkomnar tillögur og vísar málinu til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2021.

8. Tilnefning í samstarfshóp um samfélagsrannsóknir (2019090706)

Bæjarráð tilnefnir Halldóru G. Jónsdóttur, aðstoðarmann bæjarstjóra í samstarfshóp um rannsóknir á samfélagsþróun Suðurnesja. Hilma H. Sigurðardóttir, verkefnastjóri fjölmenningar er nú þegar í hópnum.

Fylgigögn:

Tilnefning i samstarfshóp - samfélagsrannsóknir

9. Bálskýli við Seltjörn (2020090257)

Bæjarráð fellst á framkomna hugmynd fyrir sitt leyti og vísar málinu til rafræns aukafundar bæjarstjórnar, sem haldinn verður þriðjudaginn 29. september kl. 17, til endanlegrar samþykktar.

Fylgigögn:

Bálskýli Samsett
Seltjörn bálskýli - bókun USK 18.09.2020

10. Fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 16. september 2020 (2020010217)

Fundargerð lögð fram.

Fylgigögn:

759. fundur S.S.S. 16.09.20

11. Fundargerðir neyðarstjórnar 17. og 22. september 2020 (2020030192)

Með því að smella hér opnast fundargerðir neyðarstjórnar.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:40. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 6. október 2020.