1288. fundur

01.10.2020 08:00

1288. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, fjarfundur haldinn 1. október 2020, kl. 08:00

Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Baldur Þ. Guðmundsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Guðbrandur Einarsson, Margrét A. Sanders, Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

1. Hafnarmannvirki Reykjaneshafnar (2020030194)

Á fundinn mættu Halldór K. Hermannsson hafnarstjóri, Hjörtur Magnús Guðbjartsson formaður stjórnar Reykjaneshafnar og Hanna Björg Konráðsdóttir stjórnarmaður og kynntu hugmyndir að skipaþjónustuklasa í Njarðvíkurhöfn.

Fylgigögn:

Bókun stjórnar Reykjaneshafnar 24. september 2020
Bókun Suðurnesjabær 23sept2020

2. Mælaborð bæjarráðs (2020040368)

Á fundinn mættu Regína F. Guðmundsdóttir fjármálastjóri og Helga María Finnbjörnsdóttir mannauðsráðgjafi og kynntu notkun á mælaborði bæjarráðs. Var fyrst kynnt á bæjarráðsfundi 30. apríl sl.

3. Erindi frá velferðarsviði (2019070112)

Tekið var fyrir erindi frá velferðarsviði. Bæjarráð samþykkir erindið og vísar því til viðaukagerðar fjárhagsáætlunar 2020.

4. Fjárhagsáætlun 2021 – 2024 – tekjuáætlun 2021 (2020060158)

Bæjarráð samþykkir samhljóða frekari lækkun á álagningarstuðli fasteignaskatts á C- stofni atvinnuhúsnæðis úr 1,55% í 1,52%.

5. Tilnefningar í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum (2019120281)

Bæjarráð tilnefnir Jóhann Friðrik Friðriksson (B) sem aðalmann í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum og Kolbrúnu Jónu Pétursdóttur (Y) sem varamann.

6. Ársfundur Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum (2020090476)

Fundarboð lagt fram. Ársfundur verður 13.október nk. kl. 14:00.

7. Aðgerðir Reykjanesbæjar vegna COVID-19 (2020030360)

Lögð fram skýrsla um aðgerðir sem Reykjanesbær hefur gripið til vegna COVID-19.
Bæjarráð óskar eftir að Helgi Arnarson fræðslustjóri og Guðrún Magnúsdóttir lýðheilsufræðingur mæti á næsta fund bæjarráðs.

Fylgigögn:

Skýrsla um stöðu Reykjanesbæjar vegna Covid 28_sept2020

8. Fundargerð stjórnar Brunavarna Suðurnesja bs. 7. september 2020 (2020021371)

Fundargerð lögð fram.

Fylgigögn:

Fundargerð 50. stjórnarfundar BS

9. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 25. september 2020 (2020021082)

Fundargerð lögð fram.

Fylgigögn:

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 887


Bæjarráð samþykkir að taka eftirfarandi mál á dagskrá:

10. Endurfjármögnun EFF (2019060364)

Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að Reykjanesbær taki lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 8.400.000.000 kr. til allt að 40 ára til að fjármagna uppgreiðslu láns Reykjanesbæjar hjá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins.
Til tryggingar láninu munu tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, standa.
Bæjarstjóra er falið að vinna áfram í málinu.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:50. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 6. október 2020.