1293. fundur

05.11.2020 08:00

1293. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, fjarfundur haldinn 5. nóvember 2020, kl. 08:00

Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Baldur Þ. Guðmundsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Guðbrandur Einarsson, Margrét A. Sanders, Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

1. Erindi vegna umsókna um NPA samninga (2020110022)

Sigríður Daníelsdóttir forstöðumaður fjölskyldumála mætti á fundinn og fór yfir stöðu erindanna.
Bæjarráð samþykkir erindin og vísar þeim til viðaukagerðar fjárhagsáætlunar 2020 og til fjárhagsáætlunargerðar 2021.

2. Tilkynning um viðskipti með hluti í HS Veitum hf. (2020100484)

Afgreiðslu frestað.

3. Brunavarnaáætlun Brunavarna Suðurnesja (2020100380)

Lögð fram brunavarnaáætlun fyrir Brunavarnir Suðurnesja 2020-2025. Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi áætlun og felur bæjarstjóra að undirrita hana fyrir hönd Reykjanesbæjar.

Brunavarnaáætlun þessi er gerð fyrir starfssvæði Brunavarna Suðurnesja samkvæmt ákvæði í lögum um brunavarnir nr. 75/2000.
“Á hverju starfssvæði slökkviliðs skal liggja fyrir brunavarnaáætlun sem fengið hefur samþykki Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og samþykki sveitarstjórnar. Brunavarnaáætlun skal endurskoða eigi síðar en að fimm árum liðnum frá því að hún hlaut samþykki. Markmið brunavarnaáætlunar er að tryggja að slökkvilið sé þannig mannað, skipulagt, útbúið tækjum, menntað og þjálfað að það ráði við þau verkefni sem því eru falin með lögum þessum og reglugerðum settum samkvæmt þeim.” Húsnæðis- og mannvirkjastofnun gefur út leiðbeiningar um efni og gerð brunavarnaáætlunar.“

4. Vinnuskólinn 2020 (2020100468)

Lögð fram skýrsla um starfsemi Vinnuskóla Reykjanesbæjar fyrir árið 2020.

Fylgigögn:

Vinnuskólinn - skýrslan 2020

5. Fjárhagsáætlun 2021-2024 (2020060158)

Lagt fram minnisblað vegna vinnu við fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar fyrir árið 2021.

6. Heimsmarkmiðin og Suðurnesjavettvangur – næstu skref (2019051904)

Eftirfarandi bókun var lögð fram:
„Í tengslum við samstarf sveitarfélaganna á Suðurnesjum, Isavia, Kadeco og SSS um innleiðingu Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna til eflingar samfélagsins á Suðurnesjum samþykkir bæjarráð Reykjanesbæjar að fela bæjarstjóra að undirrita sameiginlega yfirlýsingu allra fyrrgreindra aðila um að „Hraða innleiðingu hringrásarkerfisins“.

Í því felst að aðilar skuldbinda sig til þess að vinna áfram að aðgerðum til að stuðla að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda, sameinist um aðgerðir gegn þeirri umhverfisvá sem plast í umhverfinu veldur, þ.e. að dregið verði úr notkun plasts, endurvinnsla plasts verði aukin, unnið verði gegn plastmengun í hafi og ráðist í aðgerðir gegn matarsóun.“

Bæjarráð samþykkir bókunina og felur bæjarstjóra að undirrita yfirlýsinguna.

Fylgigögn:

Hringrásarhagkerfinu flýtt Bæjarráðin
Samvinna um heimsmarkið - Staðan 3. nóvember 2020

7. Stytting vinnuvikunnar – erindi frá BHM (2019100323)

Lagt fram bréf frá Bandalagi háskólamanna varðandi verkefnið „Styttingu vinnuvikunnar“.

Bæjarstjóra falið að staðfesta móttöku bréfsins.

Fylgigögn:

Bréf til sveitarfélaga. Stytting vinnuviku hjá dagvinnufólki

8. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 30. október 2020 (2020021082)

Fundargerðin lögð fram.

Fylgigögn:

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 890

9. Fundargerð aðgerðastjórnar Almannavarna Suðurnesja 2. nóvember 2020 (2020021373)

Fundargerðin lögð fram.

Fylgigögn:

Fundargerð aðgerðastjórnar Almannavarna Suðurnesja 2.11.2010

10. Fundargerðir neyðarstjórnar (2020030192)

Með því að smella hér opnast fundargerðir neyðarstjórnar.

11. Stjórnarfundur Tjarnargötu 12 ehf. (2020050496)

Stjórn Tjarnargötu 12 ehf. samþykkir kauptilboð Lauga ehf. kt. 631098-2079 vegna Njarðarbrautar 20 dagsett 1. október 2020 og áréttar fyrirvara um skipulagsmál sem fram koma í kauptilboðinu.
Pálmari Guðmundssyni, framkvæmdastjóra félagsins, er falið að undirrita kaupsamning. Stjórn Tjarnargötu 12 ehf. felur framkvæmdastjóra félagsins og Unnari Steini Bjarndal, bæjarlögmanni Reykjanesbæjar, að sjá um viðeigandi skjalagerð.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:45. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 17. nóvember 2020.