1301. fundur

07.01.2021 08:00

1301. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, fjarfundur haldinn 7. janúar 2021, kl. 08:00

Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Baldur Þ. Guðmundsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Guðbrandur Einarsson, Margrét A. Sanders, Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

1. Gatnagerð í Dalshverfi III (2019120008)

Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs mætti á fundinn og kynnti drög að hönnunarvinnu vegna gatnagerðar við Dalshverfi III.

Bæjarráð samþykkir að heimila að sviðsstjóri hefji vinnu við fullnaðarhönnun og gerð útboðsgagna vegna gatnagerðar Dalshverfis III.

2. Fundargerð verkefnastjórnar Stapaskóla 5. janúar 2021 (2019110200)

Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs og Jón Ólafur Erlendsson VSB verkfræðistofu mættu á fundinn og fóru yfir stöðu verkefnisins.

Bæjarráð veitir sviðsstjóra heimild að undirrita hönnunarsamning um heildarhönnun við Arkís arkitekta ehf.

3. Landsskipulagsstefna 2015-2026 – viðauki (2020110267)

Lögð fram drög að umsögn um viðbætur við landsskipulagsstefnu 2015-2026.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög að umsögn um gildandi landsskipulagsstefnu.

4. Uppbyggingarteymi félags- og atvinnumála í kjölfar COVID-19 (2020040083)

Lögð fram til upplýsingar stöðuskýrsla frá félagsmálaráðuneytinu.

5. Fundargerð aðgerðarstjórnar Almannavarna Suðurnesja 4. janúar 2021 (2021010072)

Fundargerð lögð fram.

Fylgigögn:

Fundargerð 04.01.2021

6. Fundargerðir neyðarstjórnar (2021010061)

Fylgigögn:

Með því að smella hér opnast fundargerðir neyðarstjórnar.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:10. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 19. janúar 2021.