1303. fundur

21.01.2021 08:00

1303. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn í Merkinesi, Stapa 21. janúar 2021, kl. 08:00

Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Baldur Þ. Guðmundsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Guðbrandur Einarsson, Margrét A. Sanders, Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

1. Stjórnsýsluúttekt á velferðarsviði (2020021011)

Ragnar Guðgeirsson og Reynir Ingi Árnason frá Expectus mættu á fundinn og kynntu tillögur að úrbótum á velferðarsviði Reykjanesbæjar.

Bæjarráð þakkar Expectus og starfsmönnum velferðarsviðs fyrir góða vinnu við greiningu á rekstri sviðsins. Ljóst er að þær úrbótatillögur sem kynntar voru í dag innihalda mörg misstór verkefni sem sum hver þarf að vinna í samvinnu við fleiri aðila. Bæjarráð felur bæjarstjóra og sviðsstjóra velferðarsviðs að forgangsraða, kostnaðarmeta og útfæra tillögur og einstök verkefni nánar.

2. Íþróttahreyfingin og Covid 19 (2020040039)

Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs, Hafþór Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi og Regína F. Guðmundsdóttir fjármálastjóri mættu á fundinn. Lagðar fram samantektir frá félögum um tekjufall.

Erindinu frestað. Bæjarráð óskar eftir að íþrótta- og tómstundafulltrúi og fjármálastjóri vinni áfram í málinu.

3. Ný heilsugæslustöð (2021010393)

Gunnar K. Ottósson skipulagsfulltrúi mætti á fundinn og kynnti mögulegar staðsetningar fyrir nýja heilsugæslustöð. Bæjarráð felur skipulagsfulltrúa og bæjarstjóra að vinna frekar með verkefnið.

4. Tilkynning um slit Íþróttaakademían ses. (2021010366)

Regína F. Guðmundsdóttir fjármálastjóri mætti á fundinn og kynnti gögn og upplýsingar er varða slit á Íþróttaakademíunni ses.

Bæjarráð samþykkir slit á Íþróttaakademíunni ses og felur bæjarstjóra og fjármálastjóra að vinna áfram í málinu.

Slit á stofnuninni er á grundvelli 1. mgr. 85. gr. laga nr. 138/1994 um einkahlutafélög, sbr. 3. mgr. 36. gr. laga nr. 33/1999 um sjálfseignarstofnanir.

5. Tilraunaverkefni um sérstakan húsnæðisstuðning (2020120329)

Lögð fram lokaskýrsla frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun um tilraunaverkefni um sérstakan húsnæðisstuðning ásamt umsögn velferðarráðs.

„Velferðarráð telur tillöguna jákvætt skref í því að einfalda húsnæðisstuðning til þeirra sem eiga rétt á honum og til að hafa betri yfirsýn yfir kerfið í heild. Mikilvægt er að tekin verði afstaða til kostnaðarskiptingar á milli ríkis og sveitarfélaga.“

Bæjarráð samþykkir umsögn velferðarráðs.

Fylgigögn:

Lokaskýrsla - Sérstakur húsnæðisstuðningur 02122020

6. Umsagnarmál í samráðsgátt stjórnvalda (2021010326)

Drög að stefnu um meðhöndlun úrgangs 2021-2032

Umsagnarmál lagt fram.

Bæjarráð vísar málinu til umsagnar framkvæmdarstjóra Kölku sf.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:45. Fundargerð fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 2. febrúar 2021.