04.02.2021 08:00

1305. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn í Merkinesi, Hljómahöll 4. febrúar 2021, kl. 08:00

Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Baldur Þ. Guðmundsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Guðbrandur Einarsson, Margrét A. Sanders, Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

1. Viðauki IV við fjárhagsáætlun 2020 (2019070112)

Regína F. Guðmundsdóttir fjármálastjóri mætti á fundinn og kynnti Viðauka IV – fjárhagsáætlun 2020.
Bæjarráð samþykkir Viðauka IV – fjárhagsáætlun 2020.

2. Rekstraruppgjör janúar - desember 2020 (2020030202)

Regína F. Guðmundsdóttir fjármálastjóri mætti á fundinn og fór yfir rekstraruppgjör fyrir árið 2020.

3. Myllubakkaskóli – tengibygging (2021020045)

Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs mætti á fundinn og kynnti málið.
Bæjarráð felur sviðsstjóra umhverfissviðs að vinna áfram með málið.

4. Uppbyggingarteymi félags- og atvinnumála í kjölfar COVID-19 (2020040083)

Lögð fram stöðuskýrsla frá félagsmálaráðuneytinu.

5. Stjórnsýsluúttekt á velferðarsviði (2020021011)

Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri kynnti málið. Lögð fram drög að verkefnasamningi við RR ráðgjöf ehf.
Bæjarráð samþykkir að farið verði í verkefnið, áætlaður kostnaður á bilinu 2,1 til 2,8 mkr, tekið af bókunarlykli 21-011.

Markmið verkefnisins er að draga fram alla þjónustuþætti sem varða farsæld barna hjá velferðarsviði Reykjanesbæjar, flokka þá og skilgreina hvaða þjónustuþættir falla undir hvert þjónustustig líkt og þau eru skilgreind í frumvarpi til laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.

6. Frumvarp um hálendisþjóðgarð – umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga (2020010375)

Lögð fram umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um frumvarp til laga um Hálendisþjóðgarð.

Fylgigögn:

Umsögn um frv. til laga um Hálendisþjóðgarð, 369. mál

7. Fundargerð stjórnar Reykjanes jarðvangs 15. janúar 2021 (2021010666)

Fundargerð lögð fram.

Fylgigögn:

2021.01.15 Fundur stjórnar RGP nr 57

8. Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 16. desember 2020 og 29. janúar 2021 (2021020026)

Fundargerðir lagðar fram.

Fylgigögn:

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 893
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 894

9. Umsagnarmál frá nefndasviði Alþingis (2021010117)

a. Tillaga til þingsályktunar um heimild sveitarfélaga til að innheimta umhverfisgjöld, 121. mál – umhverfis- og samgöngunefnd
Með því að smella hér opnast þingsályktunartillagan.
b. Frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga (lágmarksíbúafjöldi sveitarfélags), 378. mál – umhverfis- og samgöngunefnd
Með því að smella hér opnast frumvarpið.

Umsagnarmál lögð fram.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:15. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 16. febrúar 2020.