- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Baldur Þ. Guðmundsson, Guðbrandur Einarsson, Margrét Sanders, Jóhann Friðrik Friðriksson, Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.
Allir gestir fundarins mættu í gegnum fjarfundabúnað.
Róbert Ragnarsson frá RR ráðgjöf, Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Guðmundur Gunnarsson breytingastjóri velferðarsviðs og Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs komu inn á fundinn.
Lagt fram minnisblað með tillögum að nýju verklagi í stigskiptri þjónustu til farsældar fyrir börn í Reykjanesbæ.
Bæjarráð samþykkir að unnið sé áfram að málinu á grundvelli framkominna tillagna.
Unnar Steinn Bjarndal bæjarlögmaður kom inn á fundinn.
Lagt fram bréf frá umboðsmanni Alþingis. Bæjarráð felur bæjarlögmanni að svara erindinu.
Unnar Steinn Bjarndal bæjarlögmaður kom inn á fundinn.
Lagt fram minnisblað með tillögu að samstarfssamningi og langtímaleigu á fasteigninni að Vatnsnesvegi 8, Reykjanesbæ. Bæjarráð felur bæjarlögmanni að vinna áfram i málinu.
Fylgigögn:
Vatnsnesvegur 8 til langtímaleigu. Upplýsingavefur sveitarfélagsins Reykjanesbæjar
Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs og Gunnar Ellert Geirsson deildarstjóri umhverfismála komu inn á fundinn. Óskað eftir heimild til að fara í útboð á Dalshverfi III, gatnaframkvæmdir 1. áfanga.
Bæjarráð samþykkir að farið verði í útboð vegna 1. áfanga gatnaframkvæmda í Dalshverfi III.
Fylgigögn:
Dalshverfi III - heimild til útboðs
Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs kom inn á fundinn.
Málinu frestað.
Regína F. Guðmundsdóttir fjármálastjóri og Þorgeir Sæmundsson deildarstjóri reikningshalds komu inn á fundinn og kynntu drög að árshlutareikningi Reykjanesbæjar fyrir tímabilið janúar til mars 2021.
Regína F. Guðmundsdóttir fjármálastjóri og Þorgeir Sæmundsson deildarstjóri reikningshalds komu inn á fundinn og fóru yfir drög að ársreikningi Reykjanesbæjar 2020.
Regína F. Guðmundsdóttir fjármálastjóri og Þorgeir Sæmundsson deildarstjóri reikningshalds komu inn á fundinn.
Lagt fram minnisblað um innheimtu fasteignagjalda 2021 á húsnæði sem er í atvinnurekstri og gjaldendur eiga við verulega rekstrarörðugleika vegna kórónuveirufaraldursins.
Regína F. Guðmundsdóttir fjármálastjóri og Þorgeir Sæmundsson deildarstjóri reikningshalds komu inn á fundinn. Lagt fram minnisblað um framlengingu á samningi við endurskoðendur um eitt ár.
Friðjón Einarsson (S), Guðbrandur Einarsson (Y) og Jóhann Friðrik Friðriksson (B) samþykkja að framlengja samninginn við Grant Thornton endurskoðendur ehf. um eitt ár. Margrét A. Sanders (D) og Baldur Þ. Guðmundsson (D) greiða atkvæði á móti.
Lögð fram beiðni um flutning fjárhæðar kr. 1.578.736 + vsk frá bókunarlykli 02-450 til bókunarlykils 02-450-4990.
Bæjarráð samþykkir.
Lagt fram fundarboð á landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldið verður 21. maí 2021. Nánari upplýsingar um framkvæmd þingsins verða sendar út í síðasta lagi 10. maí nk.
Fylgigögn:
Boðun XXXVI. landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga
Fundargerð lögð fram.
Fylgigögn:
Stjórn Samtaka orkusveitarfélaga - 46
Fundargerð lögð fram.
Fylgigögn:
Fundargerð lögð fram.
Fylgigögn:
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 897
Erindi Samgöngustofu vegna umsóknar um leyfi til að reka ökutækjaleigu. Lögð fram umsögn byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar. Bæjarráð samþykkir veitingu leyfisins fyrir sitt leyti.
Erindi Samgöngustofu vegna umsóknar um leyfi til að reka ökutækjaleigu. Lögð fram umsögn byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar. Bæjarráð samþykkir veitingu leyfisins fyrir sitt leyti.
Frumvarp til laga um fjöleignarhús (rafrænir húsfundir og fjölbreytt húsnæði), 748. mál
Með því að smella hér opnast frumvarpið.
Umsagnarmál lagt fram.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:00. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 18. maí 2021.