- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Baldur Þ. Guðmundsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Kolbrún Jóna Pétursdóttir, Margrét Sanders, Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.
Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs og Gunnar Ellert Geirsson deildarstjóri umhverfismála mættu á fundinn og fóru yfir niðurstöður útboðs vegna Dalshverfis III, 1. áfanga, gatnagerð.
Bæjarráð samþykkir að taka lægsta tilboði sem er 85,47% af kostnaðaráætlun. Bæjarráð felur sviðsstjóra umhverfissviðs að ganga frá samningum við Ellert Skúlason ehf.
Fylgigögn:
Dalshverfi III - niðurstaða útboðs
Þórdís Ósk Helgadóttir forstöðumaður Súlunnar, Guðlaug María Lewis menningarfulltrúi og Gunnar Víðir Þrastarson verkefnastjóri markaðsmála mættu á fundinn. Einnig sátu Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs og Gunnar Ellert Geirsson deildarstjóri umhverfismála fundinn undir þessum lið. Lögð fram frumdrög og kostnaðaráætlun að breytingum á Duus – safnahúsum Reykjanesbæjar.
Bæjarráð þakkar góða kynningu og felur Þórdísi Ósk Helgadóttur forstöðumanni Súlunnar að vinna áfram í málinu.
Þórdís Ósk Helgadóttir forstöðumaður Súlunnar og Gunnar Víðir Þrastarson verkefnastjóri markaðsmála mættu á fundinn. Lögð fram beiðni um viðbótarframlag kr. 7.400.000 vegna markaðsherferðarinnar „Reykjanesbær – kíktu í heimsókn“.
Bæjarráð samþykkir beiðnina. Tekið af bókhaldslykli 21-011-9220.
Lagt fram erindi um endurnýjun á búnaði. Bæjarráð felur Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra að vinna áfram í málinu.
Lögð fram styrktarbeiðni frá Klúbbnum Geysi.
Bæjarráð hafnar erindinu. Í Reykjanesbæ er starfandi Björgin - Geðræktarmiðstöð Suðurnesja sem er endurhæfingarúrræði fyrir fullorðið fólk með geðheilsuvanda.
Fylgigögn:
Klúbburinn Geysir - styrkumsókn
Litli-Hver - frettablað
Með þér út í lífið - upplýsingabæklingur
Lagt fram. Reykjanesbær hefur þegar lækkað fasteignagjöld á atvinnuhúsnæði.
Fylgigögn:
Ályktun stjórnar Félags atvinnurekenda vegna fasteignamats 2022
Lögð fram beiðni frá Knattspyrnudeild Keflavíkur um styrk, kr. 4.000.000 til viðhalds á fótboltavellinum á Ásbrú og að halda þar fótboltanámskeið fyrir krakka og unglinga með áherslu á erlenda íbúa.
Bæjarráð samþykkir beiðnina og felur Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra að vinna áfram í málinu.
Fundargerðin lögð fram.
Fylgigögn:
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 898
Erindi Samgöngustofu vegna umsóknar um leyfi til að reka ökutækjaleigu. Lögð fram umsögn byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar. Bæjarráð samþykkir ekki umsóknina með vísan til fyrirliggjandi umsagnar.
Erindi Samgöngustofu vegna umsóknar um leyfi til að reka ökutækjaleigu. Lögð fram umsögn byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar. Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með vísan til fyrirliggjandi umsagnar.
Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar um breytingu á gildandi rekstrarleyfi. Lagðar fram umsagnir byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar, Brunavarna Suðurnesja og Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja. Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með vísan til fyrirliggjandi umsagna.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:45. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 15. júní 2021.