1323. fundur

10.06.2021 08:00

1323. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, fjarfundur 10. júní 2021, kl. 08:00

Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Baldur Þ. Guðmundsson, Guðbrandur Einarsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Margrét Sanders, Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

1. Samþætting skólastarfs og íþrótta- og tómstundastarfs (2020010077)

Hafþór B. Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi mætti á fundinn og kynnti tillögur stýrihóps að frístundaakstri í Reykjanesbæ.

2. Stefna og viðbragðsáætlun Reykjanesbæjar gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi (2021060152)

Kristinn Óskarsson mannauðsstjóri mætti á fundinn og kynnti stefnu Reykjanesbæjar gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi.

Bæjarráð samþykkir Stefnu og viðbragðsáætlun Reykjanesbæjar gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi og vísar henni til fyrri umræðu í bæjarstjórn 15. júní 2021.

3. Samstarf um rekstur hafna á Suðurnesjum (2020090376)

Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri Reykjaneshafnar mætti á fundinn. Lagt fram minnisblað um mögulegt samstarf um rekstur hafna á Suðurnesjum.

Bæjarráð tekur undir bókun stjórnar Reykjaneshafnar frá 252. fundi 27.maí 2021 og telur að ekki sé grundvöllur fyrir frekari sameiningarviðræðum.

Bókun 252. fundur stjórnar Reykjaneshafnar 5.mál:

„Með bréfi dags. 28.08.2020 óskaði Suðurnesjabær eftir viðræðum milli Sandgerðishafnar, Grindavíkurhafnar og Reykjaneshafnar um hugsanlega möguleika og tækifæri til framtíðar í samstarfi þessara hafna með það markmið að styrkja rekstur þeirra. Stjórn Reykjaneshafnar samþykkti á 244. fundi sínum að taka þátt í að skoða þá möguleika sem falist geta í samstarfi viðkomandi hafna með hagræðingu að leiðarljósi. Í framhaldinu hóf vinnuhópur skipaður fulltrúum hafnanna að skoða hvort rekstrarhagræðing náist fram við aukna samvinnu eða sameiningu viðkomandi hafna. Í minnisblaði vinnuhópsins frá 19. maí sl. sem liggur frami á fundinum kemur fram að slík rekstrarhagræðing sé ekki sjáanleg og því ekki grunnur að nánari samstarfi eða sameiningu út frá þeirri forsendu. Í minnisblaðinu er því beint til kjörinna fulltrúa í hafnar- og bæjarstjórnum sveitarfélaganna að þeir taki afstöðu til þess hvort auka eigi samvinnu eða sameiningu hafnanna á öðrum forsendum en rekstrarlegum. Eftirfarandi var lagt fram: Stjórn Reykjaneshafnar fagnar þeirri vinnu sem unnin hefur verið varðandi möguleika á samstarfi eða sameiningu hafnanna á Suðurnesjum og þakkar vinnuhópnum fyrir góð vinnubrögð. Stjórnin er ávallt tilbúin til að leita hagræðingar í rekstri Reykjaneshafnar sem og að efla rekstur hafnarinnar á allan hátt. Í því hefur falist m.a. að eiga samtöl við aðrar hafnir á Suðurnesjum um sameiginlega hagsmuni og möguleika á samstarfi. Slík samtöl hafa gefist vel hingað til og gera það vonandi áfram. Samkvæmt minnisblaði vinnuhópsins er ekki sjáanleg rekstrarhagkvæmni í að sameina rekstur viðkomandi hafna en slíkt hlýtur að vera stór forsenda fyrir slíkri framkvæmd. Stjórn Reykjaneshafnar telur því að óbreytt fyrirkomulag í rekstri Reykjaneshafnar sé heillavænlegast að svo stöddu en ekkert hamlar því að það fyrirkomulag verði endurskoðað í framtíðinni. Samþykkt samhljóða.“

4. Vatnsnesvegur 8a (2020030181)

Lagt fram erindi frá Lögmenn Suðurlands.

Bæjarráð felur Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra og Unnari Steini Bjarndal bæjarlögmanni að vinna áfram í málinu.

5. Uppbyggingarteymi félags- og atvinnumála í kjölfar COVID-19 (2020040083)

Lögð fram stöðuskýrsla félagsmálaráðuneytisins frá teymi um uppbyggingu félags- og atvinnumála í kjölfar COVID-19.

6. Menntastefna Reykjanesbæjar 2021-2030 – drög til umsagnar (2020010070)

Lögð fram drög að menntastefnu Reykjanesbæjar 2021-2030.

7. Forvarnir gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni (2021060102)

Lagt fram bréf frá forsætisráðuneytinu vegna þingsályktunar um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram í málinu.

Fylgigögn:

Forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni - Undirritað bréf til sveitarstjórna

8. Ráðning bæjarlögmanns (2021060143)

Bæjarráð samþykkir að auglýsa starf bæjarlögmanns laust til umsóknar.

9. Fundargerðir Heklunnar, atvinnuþróunarfélags Suðurnesja 17. maí 2021 (2021010464)

Fundargerðin lögð fram.

Fylgigögn:

85. stjórnarfundur Heklunnar og MR. 17.05.2021 fundargerð

10. Fundargerð XXXVI. landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga 21. maí 2021 (2021010591)

Fundargerðin lögð fram.

Fylgigögn:

Fundargerð landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga 2021
Fundargerð XXXVI. landsþings - bókun stjórnar sambandsins
Sveitarfelög í breyttu umhverfi 1205-2021

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:35. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 15. júní 2021.