1325. fundur

24.06.2021 08:00

1325. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn í Merkinesi, Hljómahöll 24. júní 2021, kl. 08:00

Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Andri Örn Víðisson, Baldur Þ. Guðmundsson, Guðbrandur Einarsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Gunnar Felix Rúnarsson áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

Baldur Þ. Guðmundsson og Guðbrandur Einarsson tóku þátt í fundinum gegnum fjarfundarbúnað.

1. Lóðamál (2019100188)

Í gegnum fjarfundarbúnað mættu Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðstjóri umhverfissviðs, Unnar Steinn Bjarndal bæjarlögmaður og Regína F. Guðmundsdóttir fjármálastjóri.

Bæjarráð felur sviðsstjóra umhverfissviðs og bæjarlögmanni að vinna áfram í málinu.

2. Staðgreiðsla og uppgjör janúar – apríl 2021 (2021040552)

Regína F. Guðmundsdóttir fjármálastjóri mætti á fundinn gegnum fjarfundarbúnað og fór yfir uppgjör bæjarsjóðs fyrir tímabilið 1. janúar-30. apríl 2021.

3. Fræðsluátak stjórnenda og lykilfólks (2021060368)

Kynntar niðurstöður þarfagreiningar vegna fyrirhugaðs fræðsluátaks sem lýtur að fjármálum, rekstri og gerð fjárhagsáætlana hjá Reykjanesbæ.

4. Þórustígur 3 (2021060400)

Í gegnum fjarfundarbúnað mættu Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðstjóri umhverfissviðs, Unnar Steinn Bjarndal bæjarlögmaður og Regína F. Guðmundsdóttir fjármálastjóri.

Lagt fram minnisblað vegna Þórustígs 3.

Bæjarráð frestar málinu.

5. Gámar við gömlu slökkvistöðina (2020100265)

Lögð fram tillaga að samkomulagi við Brunavarnir Suðurnesja vegna þriggja gáma við gömlu slökkvistöðina.

Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu.

6. Suðurnesjavettvangur og heimsmarkmið (2021030139)

Lögð fram yfirlit yfir verkefni sem unnin verða áfram undir merkjum Suðurnesjavettvangs.

Fylgigögn:

Aðdragandi.vinnulag.ferli.
Hringrásargarður
Kynning á lokafundi
Suðurnesjavettvangur
Hringrásargarður - Viljayfirlýsing-stuðningur. 15.júní
Viljayfirlýsing og logo

7. Fjarvinna starfsmanna – leiðbeiningar (2021060282)

Lagt fram minnisblað um fjarvinnu starfsmanna og leiðbeiningar vegna fjarvinnu. Óskað er eftir afstöðu bæjarráðs.

Bæjarráð lýsir yfir ánægju með framlagðar tillögur vegna fjarvinnu starfsmanna.

8. Fækkun í neyðarstjórn (2021060367)

Lagt fram minnisblað frá Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra með tillögu um endurskoðun á skipan Neyðarstjórnar Reykjanesbæjar.

Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu.

9. Framtíðarsýn Duus safnahúsa (2021050281)

Lögð fram framtíðarsýn Duus safnahúsa 2021-2040.

10. Fundargerð menningar- og atvinnuráðs 16. júní 2021 (2021010008)

Fundargerðin lögð fram. Samþykkt 5-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 22. fundar menningar- og atvinnuráðs 16. júní 2021

11. Fundargerð framtíðarnefndar 16. júní 2021 (2021010004)

Fundargerðin lögð fram. Samþykkt 5-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 21. fundar framtíðarnefndar 16. júní 2021

12. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 11. júní 2021 (2021020026)

Fundargerðin lögð fram.

Fylgigögn:

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 899

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:45