1329. fundur

29.07.2021 08:00

1329. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, fjarfundur 29. júlí 2021, kl. 08:00

Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Baldur Þ. Guðmundsson, Guðbrandur Einarsson, Gunnar Felix Rúnarsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Margrét A. Sanders, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

1. Ráðning bæjarlögmanns (2021060143)

Kristinn Óskarsson mannauðsstjóri mætti á fundinn og fór yfir fyrirliggjandi trúnaðargögn.

2. Umsagnarmál í samráðsgátt (2021010326)

Undirbúningur að uppfærslu á skýrslu um stöðu innleiðingar Árósasamningsins.

Á næstunni verða birt í samráðsgátt drög að skýrslunni til kynningar og athugasemda en auk þess mun ráðuneytið eiga sérstakt samráð við umhverfisverndarsamtök um efni hennar. Þá vill ráðuneytið hvetja alla þá sem áhuga hafa til að koma með ábendingar eða annað sem varðar væntanlega skýrslu. Tekið verður við almennum ábendingum og athugasemdum í samráðsgátt stjórnvalda til og með 23. ágúst nk. auk þess sem unnt verður að gera athugasemdir við drög að skýrslunni þegar þau verða birt.

Fylgigögn:

Í samráðsgátt stjórnvalda - undirbúningur að uppfærslu á skýrslu um stöðu innleiðingar Árósasamningingsins

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 8:55