26.08.2021 08:00

1333. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, fjarfundur haldinn 26. ágúst 2021, kl. 08:00

Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Guðbrandur Einarsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Margrét A. Sanders, Baldur Þ. Guðmundsson, Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Íris Andrea Guðmundsdóttir ritari.

1. Fjárhagsáætlun 2022-2025 - tekjuáætlun (2021060488)

Regína F. Guðmundsdóttir fjármálastjóri mætti á fundinn. Minnisblað um áætlaðar skatttekjur lagt fram.

Bæjarráð samþykkir að lækka álagningarstuðul fasteignaskatts A-stofns íbúðarhúsnæðis úr 0,32 í 0,30 og C-stofns atvinnuhúsnæðis úr 1,52 í 1,50.

2. Ósk um niðurfellingu gatnagerðargjalda (2020100016)

Málinu frestað.

3. Verkefnisstjóri fræðslu og vinnuverndar (2021080521)

Kristinn Óskarsson mannauðsstjóri mætti á fundinn. Lagt fram minnisblað mannauðsstjóra vegna verkefnastjóra fræðslu og vinnuverndar.

Tillaga um að ráðið verði í nýtt stöðugildi samkvæmt minnisblaði mannauðsstjóra Reykjanesbæjar frá og með 1. október 2021. Friðjón Einarsson (S), Jóhann Friðrik Friðriksson (B), Guðbrandur Einarsson (Y) samþykkja tillöguna.

Margrét A. Sanders (D) og Baldur Þ. Guðmundsson (D) sitja hjá.

4. Duus safnahús - lokun upplýsingamiðstöðvar (2021050281)

Lagt fram minnisblað Þórdísar Óskar Helgadóttur forstöðumanns Súlunnar um lokun upplýsingarmiðstöðvar í Duus safnahúsum.

5. Nýtt hjúkrunarheimili (2019050812)

Fundargerð bygginganefndar vegna nýs hjúkrunarheimilis lögð fram.

6. Fundargerðir Svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja 15. júní 2020, 28. janúar og 23. ágúst 2021 (2020030519)

Fundargerðir lagðar fram.

Fylgigögn:

23. fundur Svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja 15. júní 2020

24. fundur Svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja  28. janúar 2021

25. fundur Svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja 23. ágúst 2021

7. Fundargerðir stjórnar Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. 4. maí, 1. júní og 17. ágúst 2021 (2021030224)

Fundargerðir lagðar fram.

Fylgigögn:

525. stjórnarfundur Kölku 4. maí 2021

526. stjórnarfundur Kölku 1. júní 2021

527. stjórnarfundur Kölku 17. ágúst 2021

8. Fundargerðir stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 16. júní og 18. ágúst 2021 (2021010463)

Fundargerðir lagðar fram.

Fylgigögn:

769. stjórnarfundur Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 16. júní 2021

 770. stjórnarfundur Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 18. ágúst 2021 

9. Fundargerðir neyðarstjórnar (2021010061)

Fundargerð lögð fram.

Með því að smella hér opnast fundargerðir neyðarstjórnar


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 09:15. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 7. september 2021.