02.09.2021 08:00

1334. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn í Merkinesi, Hljómahöll 2. september 2021, kl. 08:00

Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Baldur Þ. Guðmundsson, Díana Hilmarsdóttir, Guðbrandur Einarsson, Margrét A. Sanders, Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

Gestir fundarins tóku þátt í gegnum fjarfundabúnað.

1. Fjárhagsáætlun 2022-2025 (2021060488)

Regína F. Guðmundsdóttir fjármálastjóri mætti á fundinn og kynnti tillögu að fjárhagsramma fjárhagsáætlunar Reykjanesbæjar fyrir árið 2022.

„Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og framkvæmdastjórn að fara, í samráði við stjórnendur og starfsmenn allra stofnana og deilda, ítarlega í gegnum alla starfsemi Reykjanesbæjar með það að markmiði að leita tækifæra til sparnaðar og hagræðingar í rekstri sveitarfélagsins. Stjórnendur fari yfir tilgang, markmið og samfélagslegan ávinning af starfsemi allra eininga, hvernig sá ávinningur birtist, hvernig hann er metinn og hvort og þá til hvaða hagræðingaraðgerða megi grípa án alvarlegra afleiðinga fyrir íbúa. Einnig að tilgreina á grundvelli hvaða lagaákvæða viðkomandi starfsemi byggir.
Þar sem um er að ræða starfsemi sem ekki er lögboðin er stjórnendum falið að meta og rökstyðja hvort og þá hvers vegna nauðsynlegt sé að halda starfseminni áfram óbreyttri, hvort hægt sé að draga saman eða hætta henni alveg og hvaða afleiðingar það gæti haft fyrir íbúa Reykjanesbæjar. Einnig er stjórnendum falið að leita leiða til að auka skilvirkni með það að markmiði að bæta þjónustu, stytta ferla og lækka kostnað.
Að lokum er bæjarstjóra falið að leiða vinnu við að fara yfir allt húsnæði í eigu Reykjanesbæjar með það að markmiði að nýta það betur og selja eða leigja það húsnæði sem sveitarfélagið hefur ekki not fyrir.“

2. Ósk um niðurfellingu gatnagerðargjalda (2020100016)

Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs mætti á fundinn.

3. Gjaldtaka á ferðamannastöðum (2021080642)

Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs mætti á fundinn. Lagt fram bréf frá Samtökum ferðaþjónustunnar.

4. Nýtt hjúkrunarheimili (2019050812)

Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs mætti á fundinn. Lagðar fram til upplýsinga framvinduskýrslur vegna byggingar hjúkrunarheimilis í Reykjanesbæ.

5. Beiðni Golfklúbbs Suðurnesja um tímabundin afnot af gömlu slökkvistöðinni (2021060310)

Lagt fram erindi frá Golfklúbbi Suðurnesja varðandi tímabundin afnot hluta/helmings af húsnæði gömlu slökkviliðsstöðvarinnar.

Bæjarráð samþykkir erindi Golfklúbbs Suðurnesja um tímabundin afnot hluta af húsnæði gömlu slökkviliðsstöðvarinnar. Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra falið að ganga frá samningi.

Fylgigögn:

Erindi frá Golfklúbbi Suðurnesja

6. Sjálfbærni Reykjanesbæjar (2021010385)

Bæjarráð vísar erindinu til fjárhagsáætlunargerðar 2022.

7. Fundargerð sögunefndar Keflavíkur 25. ágúst 2021 (2019050831)

Fundargerð lögð fram.

Fylgigögn:

12. fundur sögunefndar Keflavíkur 25. ágúst 2021

8. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 26. ágúst 2021 (2021020026)

Fundargerð lögð fram.

Fylgigögn:

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 900. fundur

9. Umsögn vegna rekstrarleyfis – Kator ehf. Aðalgötu 18 (2021070213)

Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar um leyfi til sölu gistingar í flokki II. Lagðar fram umsagnir byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar, Brunavarna Suðurnesja og Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja. Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með vísan til fyrirliggjandi umsagna.

Vegna misræmis í umsókn um rekstrarleyfi til sölu gistingar þá skal tekið fram að veitt leyfi er Flokkur II og tegund gististaðar er F, ekki B.

10. Umsögn vegna starfsleyfis – HB ehf. Bogatröð 33 (2021070279)

Erindi Samgöngustofu vegna umsóknar um leyfi til að reka ökutækjaleigu. Lögð fram umsögn byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar Bæjarráð hafnar umsókninni með vísan til fyrirliggjandi umsagnar.

11. Umsögn vegna tækifærisleyfis - Guðmundur Jens Guðmundsson (2021080660)

Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar um tækifærisleyfi. Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

Friðjón Einarsson (S) og Baldur Þ. Guðmundsson lýsa sig vanhæfa til afgreiðslu málsins.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:50. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 7. september 2021.