09.09.2021 08:00

1335. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn í Merkinesi, Hljómahöll 9. september 2021, kl. 08:00

Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Baldur Þ. Guðmundsson, Díana Hilmarsdóttir, Kolbrún Jóna Pétursdóttir, Margrét A. Sanders, Gunnar Þórarinsson áheyrnarfulltrúi, Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

1. Fjárhagsáætlun 2022-2025 (2021060488)

Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri kynnti fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar 2022-2025. Lagt fram minnisblað með tillögu að ramma fjárheimilda 2022.

Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu ramma fjárheimilda 2022.

2. Stapaskóli áfangi II (2019051608)

Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs og Birgir Ö. Birgisson lögfræðingur hjá Consensa mættu á fundinn. Lagt fram minnisblað um niðurstöðu útboðs og næstu skref.

Bæjarráð fagnar framlagðri tillögu sviðsstjóra umhverfissviðs að skipuriti framkvæmdarinnar við Stapaskóla.

3. Móavellir 1 (2019050812)

Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs mætti á fundinn. Lagt fram minnisblað varðandi lóðina Móavellir 1.

Bæjarráð heimilar bæjarstjóra og sviðsstjóra umhverfissviðs að vinna áfram í málinu og afla nánari gagna.

4. Alþingiskosningar 25. september 2021 – kjörskrá (2021080021)

Bæjarráð samþykkir framlagða kjörskrá vegna alþingiskosninga 25. september 2021.

Fylgigögn:

Bréf til bæjarráðs

5. Innleiðing laga um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna (2020120051)

Lagt fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga vegna innleiðingar samþættra þjónustu í þágu farsældar barna.

Fylgigögn:

Innleiðing laga um samþætta þjónustu i þágu farsældar barna

6. Endurheimt skóga og innleiðing Bonn-áskorunar 2021-2030 (2021050339)

Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs mætti á fundinn Lagt fram bréf frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu um endurheimt skóga og innleiðingu Bonn-áskorunar 2021-2030.

Bæjarráð vísar málinu til umhverfissviðs.

Fylgigögn:

210830 Endurheimt skóga og Bonn áskorun Glærur
Endurheimt skóga og innleiðing Bonn áskorunar 2021-2030

7. Fundargerð heilbrigðisnefndar Suðurnesja 3. september 2021 (2021030004)

Fundargerð lögð fram.

Fylgigögn:

289. fundur heilbrigðisnefndar Suðurnesja 3. september 2021

8. Umsagnarmál í samráðsgátt (2021010326)

a. Breytingar á leiðbeiningum um ritun fundargerða nr. 22/2013 og notkun fjarfundarbúnaðar nr. 1140/2013 (samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið – umsagnarfrestur til 13. september 2021)

Með því að smella hér opnast samráðsgátt.

Fylgigögn:

Ritun fundargerða og notkun fjarfundabunaðar - til allra sveitarfelaga

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:00. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 21. september 2021.