16.09.2021 08:00

1336. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn í Merkinesi, Hljómahöll 16. september 2021, kl. 08:00

Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Baldur Þ. Guðmundsson, Díana Hilmarsdóttir, Kolbrún Jóna Pétursdóttir, Margrét A. Sanders, Gunnar Þórarinsson áheyrnarfulltrúi, Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

Gestir fundarins mættu í gegnum fjarfundabúnað.

1. Tjarnargata 12 – breytingar á ráðhúsi (2019050839)

Jón Stefán Einarsson arkitekt frá JeES arkitektum ehf. mætti á fundinn. Frá stýrihópi endur- og uppbyggingar ráðhússins mættu Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs, Pálmar Guðmundsson framkvæmdastjóri T12 fasteignafélags og Halldóra G. Jónsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra. Lögð fram greinargerð vegna framkvæmda við Tjarnargötu 12.

2. Fjárhagsáætlun 2022-2025 (2021060488)

Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs kynnti tillögur að fjárfestingum 2022 til og með 2025.

3. Gjaldskrá 2022 (2021090237)

Málinu frestað.

4. Fjárhagsáætlun 2021 – beiðni um tilfærslu fjárheimilda (2020060158)

Óskað eftir heimild bæjarráðs fyrir því að kr. 2.000.000 sem áætlaðar voru fyrir þátttöku í vinabæjaríþróttamóti sumarið 2021 verið nýttar til að útbúa nýja inniaðstöðu fyrir Golfklúbb Suðurnesja í gömlu slökkvistöðinni að Hringbraut 125.

Bæjarráð samþykkir erindið.

5. Hringbraut 125 - aðstaða Golfklúbbs Suðurnesja (2021060310)

Lagður fram samningur um tímabundin afnot af húsnæði gömlu slökkviliðsstöðvarinnar að Hringbraut 125.

Bæjarráð samþykkir framlagðan samning og felur Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra að undirrita hann fyrir hönd Reykjanesbæjar með álögðum breytingum.

6. Vatnsnesvegur 8a (2020030181)

Lögð fram drög að samkomulagi milli Reykjanesbæjar og Vatnsnesbúsins landeigendafélags sf.

Bæjarráð samþykkir drögin og felur Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra að undirrita samkomulagið fyrir hönd Reykjanesbæjar.

7. Aðstaða knattspyrnudeildar UMFN við Afreksbraut (2021050328)

Lagt fram bréf frá Ungmennafélagi Njarðvíkur.

Bæjarráð samþykkir erindið og vísar því til fjárhagsáætlunar 2022.

8. Öldungaráð Suðurnesja - tilnefning fulltrúa (2021090280)

Málinu frestað.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:40. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 21. september 2021.