1338. fundur

30.09.2021 08:00

1338. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, fjarfundur haldinn 30. september 2021, kl. 08:00

Viðstaddir: Guðbrandur Einarsson varaformaður, Baldur Þ. Guðmundsson, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Jóhann Friðrik Friðriksson, Margrét A. Sanders, Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

1. Fjárhagsáætlun 2022-2025 (2021060488)

Regína F. Guðmundsdóttir fjármálastjóri mætti á fundinn. Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri kynnti tillögur að fjárfestingaráætlun 2022.

Afgreiðslu frestað.

2. Gjaldskrá 2022 (2021090237)

Regína F. Guðmundsdóttir fjármálastjóri mætti á fundinn. Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri kynnti tillögur að gjaldskrá Reykjanesbæjar 2022.

Afgreiðslu frestað.

3. Dósasel (2020080491)

Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Ólafur Garðar Rósinkarsson verkefnastjóri í málefnum fatlaðra, Jón Kristinn Pétursson forstöðumaður Hæfingastöðvarinnar og Regína F. Guðmundsdóttir fjármálastjóri mættu á fundinn. Lagt fram minnisblað vegna erindis Þroskahjálpar á Suðurnesjum.

Bæjarráð frestar afgreiðslu og starfsmönnum falið að vinna áfram í málinu.

4. Þróunarreitir - Grófin 2 og Hafnargata 2-4 (2021090502)

Sigurgestur Guðlaugsson verkefnastjóri viðskiptaþróunar mætti á fundinn.
Lögð fram drög að auglýsingum um byggingar og lóðarréttindi á tveimur þróunarreitum.

Bæjarráð samþykkir að heimila áframhaldandi vinnu við verkefnið og bæjarstjóra falið að leggja fram tillögur á næsta fundi bæjarráðs.

5. Reykjaneshöfn - heimild til lántöku (2020030194)

Bæjarráð samþykkir áframhaldandi undirbúning fyrirhugaðrar lántöku vegna framkvæmda við Njarðvíkurhöfn.

6. Fundargerðir stjórnar Brunavarna Suðurnesja bs. 30. apríl, 26. maí, 8. júní og 14. september 2021 (2021030130)

Fundargerðir lagðar fram.

Fylgigögn:

Fundargerð 56. stjórnarfundar
Fundargerð 57. stjórnarfundar
Fundargerð 58. stjórnarfundar
Fundargerð 59. stjórnarfundar

7. Umsögn vegna breytinga á rekstrarleyfi – Flughótel Keflavík – H 57 ehf. Hafnargötu 57 (2021070156)

Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar um breytingu á gildandi rekstrarleyfi til sölu gistingar og veitingu veitinga. Lagðar fram umsagnir embættis byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar, Brunavarna Suðurnesja og Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja.

Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með vísan til fyrirliggjandi umsagna.

8. Umsögn vegna starfsleyfis – Sumardalur ehf. Bogatröð 15 (2021080051)

Erindi Samgöngustofu vegna umsóknar um leyfi til að reka ökutækjaleigu. Lögð fram neikvæð umsögn embættis byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar.

Bæjarráð mælir gegn því að veita leyfið með vísan til fyrirliggjandi umsagnar.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:10. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 5. október 2021.