1339. fundur

07.10.2021 08:00

1339. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, fjarfundur 7. október 2021, kl. 08:00

Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Baldur Þ. Guðmundsson, Díana Hilmarsdóttir, Guðbrandur Einarsson, Margrét A. Sanders, Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

1. Hólamið – gatnagerðargjöld (2021100060)

Bæjarráð heimilar Guðlaugi H. Sigurjónssyni sviðsstjóra umhverfissviðs ásamt Unnari Steini Bjarndal bæjarlögmanni að ganga til samninga varðandi skil á lóðunum Hólamið 24, 26 og 28.

Fylgigögn:

Hólamið - Gatnagerðargjöld

2. Suðurnesjalína 2 – úrskurður (2019050744)

Lagt fram.

Fylgigögn:

Suðurnesjalína 2 Reykjanesbær Framkvæmdaleyfi

3. Staða knattspyrnudeildar UMFN og rekstrarsamningur íþróttasvæðis (2021050328)

Bæjarráð samþykkir að leggja til kr. 1.000.000 af bókhaldslykli 06-020-8510 til að ganga frá knattspyrnuvellinum við Afreksbraut 10 fyrir veturinn. Bæjarráð samþykkir flutning fjárheimilda milli deilda.

Fylgigögn:

Knattspyrnudeild UMFN - erindi til Reykjanesbæjar 7.9.21

4. Fundargerð stjórnar Þekkingarseturs Suðurnesja 23. september 2021 (2021030070)

Fundargerð lögð fram.

Fylgigögn:

39. fundur stjórnar Þekkingarseturs Suðurnesja 23. september 2021

5. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 24. september 2021 (2021020026)

Fundargerð lögð fram.

Fylgigögn:

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 901

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 08:30. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 19. október 2021.