1342. fundur

27.10.2021 16:00

1342. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn í Merkinesi, Hljómahöll, 27. október 2021, kl. 16:00

Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Baldur Þ. Guðmundsson, Díana Hilmarsdóttir, Guðbrandur Einarsson, Margrét A. Sanders, Gunnar Þórarinsson áheyrnarfulltrúi, Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

1. Fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 20. október 2021 (2021010463)

Fundargerð lögð fram.

Fylgigögn:

772. fundur S.S.S. fundargerð

2. Umsögn vegna breytingar á rekstrarleyfi – Kator ehf. Aðalgötu 17-18 (2021090331)

Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar um breytingu á gildandi rekstrarleyfi, leyfi til að reka gististað í flokki IV. Lagðar fram umsagnir byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar, Brunavarna Suðurnesja og Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja. Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með vísan til fyrirliggjandi umsagna.

3. Umsögn vegna starfsleyfis – Car-rental ehf. Njarðarbraut 1h (2021060216)

Erindi Samgöngustofu vegna umsóknar um leyfi til að reka ökutækjaleigu. Lögð fram umsögn byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar. Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með vísan til fyrirliggjandi umsagnar.

4. Umsögn vegna starfsleyfis – Sumardalur ehf. Bogatröð 15 (2021080051)

Erindi Samgöngustofu vegna umsóknar um leyfi til að reka ökutækjaleigu. Lögð fram umsögn byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar. Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með vísan til fyrirliggjandi umsagnar.

5. Þróunarreitir – Grófin 2 og Hafnargata 2-4 (2021090502)

Sigurgestur Guðlaugsson verkefnastjóri atvinnu- og viðskiptaþróunar, Unnar Steinn Bjarndal bæjarlögmaður og Gunnar Kristinn Ottósson skipulagsfulltrúi mættu á fundinn.

Bæjarráð samþykkir að byggingar og lóðarréttindi að Grófinni 2, 230 Reykjanesbæ verði auglýst til sölu. Kostnaður vegna auglýsinga færist á bókhaldslykil 21-011-9220.

6. Fjárhagsáætlun 2022 (2021060488)

Regína F. Guðmundsdóttir fjármálastjóri mætti á fundinn og kynnti ásamt bæjarstjóra Kjartani Má Kjartanssyni drög að fjárhagsáætlun 2022 til og með 2025. Vísað til fyrri umræðu í bæjarstjórn 2. nóvember 2021.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:25. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 2. nóvember 2021.