18.11.2021 08:00

1345. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn í Merkinesi, Hljómahöll 18. nóvember 2021, kl. 08:00

Friðjón Einarsson formaður, Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Baldur Þ. Guðmundsson, Guðbrandur Einarsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

Allir gestir fundarins komu inn á fundinn gegnum fjarfundabúnað.

1. Fjárhagsáætlun 2022 (2021060488)

Regína Fanný Guðmundsdóttir fjármálastjóri, Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs og Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs mættu á fundinn. Lagðar fram til kynningar tillögur að fjárfestingum 2022.

2. Mælaborð mannauðs (2021040621)

Málinu frestað.

3. Aðalfundur félags landeigenda Ytri-Njarðvíkurhverfis með Vatnsnesi 25. nóvember 2021 (2021020753)

Árni Ingi Stefánsson framkvæmdastjóri félags landeigenda Ytri-Njarðvíkurhverfis og Unnar Steinn Bjarndal bæjarlögmaður mættu á fundinn.

Lagt fram aðalfundarboð Landeigendafélags Ytri Njarðvíkur með Vatnsnesi. Bæjarráð felur Unnari Steini Bjarndal bæjarlögmanni að fara með atkvæði Reykjanesbæjar.

Fylgigögn:

Aðalfundarboð LYN

4. Gjaldtaka á Reykjanesi (2021080642)

Sigurgestur Guðlaugsson verkefnastjóri atvinnu- og viðskiptaþróunar og Unnar Steinn Bjarndal bæjarlögmaður mættu á fundinn. Lagt fram minnisblað frá Landslögum vegna bílastæðagjalda Reykjanes Aurora ehf við Reykjanesvita.

5. Saga Keflavíkur 1949-1994 – beiðni um færslu fjárheimilda (2019050831)

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til fjárfestingaráætlunargerðar 2022.

Fylgigögn:

Erindi Sögunefndar Keflavíkur til bæjarráðs nóv. 2021

6. Afsláttur á gjöldum fyrir foreldra fjölbura hjá dagforeldrum í Reykjanesbæ (2021110341)

Lagðar fram tillögur um að foreldrar fjölbura fái sama afslátt hjá dagforeldrum og gildir um systkini í leikskólum.

Niðurgreiðsla Reykjanesbæjar með hverju barni er kr. 65.000.- á mánuði. Hlutur foreldra hefur verið kr. 65.000 -70.000 .Lagt er til að foreldrar fjölbura fái sama afslátt hjá dagforeldrum og gildir um systkini í leikskólum.

Tillaga 1.
Fyrsta barn hjá dagforeldri fái almenna niðurgreiðslu frá Reykjanesbær, kr. 65.000.- Annað barn fái 50% afslátt og niðurgreiðsla Reykjanesbæjar verði því kr. 97.500.- og þriðja barn fái
frítt gjald sem gerir hlut Reykjanesbæjar kr. 130.000.-
Athugið að þessar tölur miðast við núgildandi niðurgreiðslur sem renna beint til dagforeldrisins. Foreldrar greiða dagforeldrinu sinn hlut.

Tillaga 2.
Foreldrar fjölbura, sem ekki fá pláss hjá dagforeldri strax þegar fullu fæðingarorlofi lýkur, geta sótt um að fá styrk sem nemur sömu upphæð og sveitarfélagið leggur fram hverju sinni. Slíkri beiðni þarf að fylgja staðfesting á plássi frá dagforeldri með upplýsingum um hvenær barnið muni komast að.

Bæjarráð samþykkir framlagðar tillögur.

Fylgigögn:

Erindi til bæjarráðs

7. Norðurál Helguvík ehf. – gjaldþrotabeiðni (2020080524)

Lagt fram.

8. Erindi frá árshátíðarnefnd (2021110339)

Málinu frestað og bæjarstjóra falið að vinna áfram í málinu.

9. Fundargerð sögunefndar Keflavíkur 10. nóvember 2021 (2019050831)

Fundargerð lögð fram.

Fylgigögn:

13. fundur Sögunefndar Keflavikur 10. nóv. 2021

10. Fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 12. nóvember 2021 (2021010463)

Fundargerð lögð fram.

Fylgigögn:

773. stjórnarfundur S.S.S 12.11.2021

11. Fundargerðir neyðarstjórnar (2021010061)

Fundargerð lögð fram.

Fylgigögn:

Fundargerð 73. fundar neyðarstjórnar 8. nóvember 2021

12. Fundargerð öldungaráðs Suðurnesja 8. nóvember 2021 (2020021261)

Fundargerð lögð fram.

Fylgigögn:

Öldungaráð stjórn 8. nóv. 2021

13. Umsögn vegna rekstrarleyfis – Baguette master ehf. Hafnargötu 39 (2021090217)

Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar um leyfi til að reka veitingastað í flokki II. Lagðar fram umsagnir byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar, Brunavarna Suðurnesja og Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja. Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með vísan til fyrirliggjandi umsagna.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:20. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 7. desember 2021.