1349. fundur

16.12.2021 08:00

1349. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, fjarfundur 16. desember 2021, kl. 08:00

Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Andri Örn Víðisson, Baldur Þ. Guðmundsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Kolbrún Jóna Pétursdóttir, Gunnar Þórarinsson áheyrnarfulltrúi, Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

1. Breytt skipulag barnaverndar (2021120010)

Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs og Þórdís Elín Kristinsdóttir teymisstjóri barnaverndar mættu á fundinn og kynntu breytingar á barnaverndarlögum sem fela í sér grundvallarbreytingu á uppbyggingu barnaverndar innan sveitarfélaga.

Lögin öðlast gildi 1. janúar 2022 en þó koma ákvæði um barnaverndarþjónustu og umdæmisráð barnaverndar ekki til framkvæmda fyrr en 28. maí 2022 en þá taka barnaverndarþjónusta og umdæmisráð barnaverndar við verkefnum barnaverndarnefnda eins og nánar er mælt fyrir um í lögunum. Á tímabilinu 1. janúar til 28. maí 2022 fara barnaverndarnefndir áfram með verkefni barnaverndarþjónustu sveitarfélaga og umdæmisráða barnaverndar.

Fylgigögn:

Breytt skipulag barnaverndar
Breyting á barnaverndarlögum

2. Þróunarreitir (2021090502)

Sigurgestur Guðlaugsson verkefnastjóri atvinnu- og viðskiptaþróunar og Þórdís Ósk Helgadóttir forstöðumaður Súlunnar mættu á fundinn og kynntu tilboð sem hafa borist í þróunarreit að Grófinni 2 Reykjanesbæ.

Bæjarráð óskar eftir frekari kynningu frá tilboðsgjöfum.

3. Húsnæðisáætlun Reykjanesbæjar (2020010372)

Pálmar Guðmundsson framkvæmdastjóri Fasteigna Reykjanesbæjar mætti á fundinn og kynnti húsnæðisáætlun Reykjanesbæjar 2022.

Bæjarráð samþykkir framlagða húsnæðisáætlun.

4. Fundargerðir heilbrigðisnefndar Suðurnesja 14. október og 7. desember 2021 (2021030004)

Fundargerðir lagðar fram.

Fylgigögn:

290. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurnesja 14.10.2021
291. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurnesja 07.12.2021

5. Fundargerð Almannavarna Suðurnesja 22. nóvember 2021 (2021010072)

Fundargerð lögð fram.

Fylgigögn:

Fundargerð almannavarna Suðurnesja 22. nóvember 2021

6. Fundargerð stjórnar Brunavarna Suðurnesja 13. desember 2021 (2021030130)

Fundargerð lögð fram.

Fylgigögn:

Fundargerð 61. stjórnarfundar BS

7. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 10. desember 2021 (2021020026)

Fundargerð lögð fram.

Fylgigögn:

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 904

8. Umsögn vegna starfsleyfis – Framtíðarlind ehf. Smiðjuvöllum 3 (2021120205)

Erindi Samgöngustofu vegna umsóknar um leyfi til að reka ökutækjaleigu. Lögð fram umsögn byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með vísan til fyrirliggjandi umsagnar.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:45. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 21. desember 2021.