30.12.2021 08:00

1351. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, fjarfundur 30. desember 2021, kl. 08:00

Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Baldur Þ. Guðmundsson, Guðbrandur Einarsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Ríkharður Ibsen, Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

1. Þróunarreitir (2021090502)

Unnar Steinn Bjarndal bæjarlögmaður, Sigurgestur Guðlaugsson verkefnastjóri atvinnu- og viðskiptaþróunar og Gunnar Kristinn Ottósson skipulagsfulltrúi mættu á fundinn.

Fyrir fundinum liggja kauptilboð frá tveimur aðilum í þróunarreit, byggingar- og lóðarréttindi að Grófinni 2 í Reykjanesbæ:

Tilboðið frá Reykjanes Investment ehf. kr. 251.000.000.
Tilboðið frá Húsagerðinni hf. kr. 114.000.000.

Tilboðin hafa verið yfirfarin með tilliti til þess hvernig hugmyndir falla að uppbyggingu umliggjandi svæða eins og þau koma fram í fyrirliggjandi vinnslutillögu endurskoðunar aðalskipulags Reykjanesbæjar 2020 – 2035. Þá var sérstaklega litið til þess hvaða hugmynd myndi best styðja við þá framtíðarsýn að landnotkun þróist í blandaða byggð íbúða, sérverslana, veitingastarfsemi og þjónustu sem tengist hafnarstarfsemi og ferðaþjónustu. Auk þess var litið til þess hvernig framkomnar hugmyndir kallast á við einkenni og ásýnd svæðisins í heild.

Bæjarráð samþykkir tilboð frá Reykjanes Investment ehf. Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra og Unnari Steini Bjarndal bæjarlögmanni er falið að ganga til kaupsamningsgerðar og er bæjarstjóra falið að undirrita kaupsamninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.

2. Sveitarfélagið Jaslo í Póllandi - mögulegt samstarf (2021120439)

Lagðar fram kynningar um sveitarfélagið Jaslo í Póllandi.

Fylgigögn:

Jaslo - City of knowledge
Presentation - Jaslo - my town my home
WinE MOOD

3. Umsókn um tímabundið áfengisleyfi – Ungmennafélag Njarðvíkur (2021120412)

Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar um tækifærisleyfi. Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

4. Starfsleyfi fiskvinnslu við Bolafót – athugasemdir íbúa (2021120455)

Lögð fram til kynningar gögn frá íbúum við Gónhól, byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar, Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja og minnisblað frá Magna lögmönnum.

5. Stjórnarfundur Tjarnargötu 12 ehf. (2021110601)

Stjórn Tjarnargötu 12 ehf. heimilar framkvæmdastjóra T12 að hefja viðræður við JeEs arkitekta um að klára fullnaðarhönnun samkvæmt leið A sem gerir ráð fyrir að endurbyggja hluta hússins. Sérstök áhersla er lögð á að gert verði ráð fyrir lagfæringu á loftræstingu, bruna- og öðrum vinnuverndar- og öryggismálum í fyrrnefndri hönnun.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:20. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 4. janúar 2022.