06.01.2022 08:00

1352. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, fjarfundur haldinn 6. janúar 2022, kl. 08:00

Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Baldur Þ. Guðmundsson, Guðbrandur Einarsson, Díana Hilmarsdóttir, Margrét A. Sanders, Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

1. Upphaf skólastarfs 2022 (2022010046)

Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs, Haraldur Axel Einarsson grunnskólafulltrúi og Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir leikskólafulltrúi mættu á fundinn og fóru yfir stöðuna við upphaf skólaárs, smitrakningar og fyrirkomulag áætlaðra bólusetninga í leik- og grunnskólum Reykjanesbæjar.

2. Nýr kjarasamningur við Félag grunnskólakennara (2022010033)

Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs mætti á fundinn.

Nýr kjarasamningur Félags grunnskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga var undirritaður með rafrænum hætti hjá embætti ríkissáttasemjara. Gildistími hins nýja kjarasamnings er 1. janúar 2022 til 31. mars 2023.

Kjarasamningurinn fer í kynningu meðal félagsmanna Félags grunnskólakennara og hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, en niðurstaða atkvæðagreiðslu um samninginn mun liggja fyrir þann 14. janúar 2022.

3. Fundargerðir neyðarstjórnar (2021010061)

Með því að smella hér opnast fundargerðir neyðarstjórnar.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 8:55. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 18. janúar 2022.