1353. fundur

13.01.2022 08:00

1353. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, fjarfundur 13. janúar 2022, kl. 08:00

Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Baldur Þ. Guðmundsson, Guðbrandur Einarsson, Díana Hilmarsdóttir, Margrét A. Sanders, Gunnar Þórarinsson áheyrnarfulltrúi, Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

1. Gjaldtaka á Reykjanesi (2021080642)

Sigurgestur Guðlaugsson verkefnastjóri atvinnu- og viðskiptaþróunar, Unnar Steinn Bjarndal bæjarlögmaður og Ívar Pálsson hrl. mættu á fundinn. Lagt fram minnisblað frá Landslögum – lögfræðistofu.

Bæjarráð felur Sigurgesti Guðlaugssyni verkefnastjóri atvinnu- og viðskiptaþróunar að vinna áfram í málinu.

2. Áheyrnarfulltrúar ungmennaráðs í kjörnum nefndum og ráðum (2022010077)

Erindinu frestað og Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra falið að vinna áfram í málinu.

3. Knattspyrnudeild Keflavíkur – endurnýjun samnings um rekstur íþróttasvæða (2022010206)

Lagt fram erindi frá formanni knattspyrnudeildar Keflavíkur vegna endurnýjunar þjónustusamnings vegna umhirðu og reksturs keppnisvallar og æfingasvæða knattspyrnunnar hjá Keflavík og aðstoð við uppsafnaða þörf við endurnýjun tækja.

Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til Hafsteins Ingibergssonar forstöðumanns íþróttamannvirkja og Hafþórs Birgissonar íþrótta- og tómstundafulltrúa til frekari vinnslu.

4. Draumateymi Bláa hersins 2022 - beiðni um samstarf (2022010207)

Bæjarráð frestar afgreiðslu og óskar eftir nánari upplýsingum og ársreikningi síðasta árs.

Fylgigögn:

Ósk um stuðning 2022

5. Aðgerðir og áherslur stefnumörkunar 2022-2023 (2019050834)

Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri kynnti drög að áherslum og framtíðarsýn Reykjanesbæjar til 2030.

6. Umsagnarmál í samráðsgátt (2022010082)

a. Áform um frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011
Með því að smella hér opnast frumvarpið

Umsagnarmál lagt fram.

7. Fundargerðir neyðarstjórnar (2022010209)

Með því að smella hér opnast fundargerðir neyðarstjórnar.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:00. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 18. janúar 2022.