- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Baldur Þ. Guðmundsson, Díana Hilmarsdóttir, Guðbrandur Einarsson, Margrét A. Sanders, Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.
Árni Ingi Stefánsson og Kolbrún Garðarsdóttir frá félagi landeigenda Ytri-Njarðvíkurhverfis með Vatnsnesi og Unnar Steinn Bjarndal bæjarlögmaður mættu á fundinn.
Lagt fram yfirlit yfir verkefnastöðu framkvæmda við Myllubakkaskóla.
Lagt fram minnisblað um setu fulltrúa ungmennaráðs í nefndum og ráðum Reykjanesbæjar.
Málinu frestað.
Díana Hilmarsdóttir lýsir sig vanhæfa og víkur af fundi undir þessum lið.
Lagt fram erindi ásamt umsögnum um samstarfsverkefni um andlega heilsu barna og ungmenna í Reykjanesbæ. Óskað er eftir fjármagni til að koma upp aðstöðu í 88 húsinu fyrir ráðgjafaþjónustu fyrir ungmenni.
Bæjarráð felur Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra að vinna áfram í málinu.
Lagt fram bréf frá Öldungaráði Suðurnesja þar sem skorað er á heilbrigðisráðherra að beita sér fyrir að sett verði á laggirnar sérstök stjórn á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.
Bæjarráð tekur undir áskorun Öldungaráðs Suðurnesja að skipuð verði stjórn Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja með aðkomu heimamanna.
Fylgigögn:
Heilbrigðisráðherra áskorun - Öldungaráð Suðurnesja
Fundargerð lögð fram.
Fylgigögn:
Fundargerð 532. stjórnarfundur Kölku
Fundargerð lögð fram.
Fylgigögn:
Fundargerð - stjórn Samtaka orkusveitarfélaga - 48
a. Tillaga til þingsályktunar um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál, 20. mál -
Með því að smella hér opnast þingsályktunartillagan.
b. Tillaga til þingsályktunar um úttekt á tryggingavernd í kjölfar náttúruhamfara, 12. mál
Með því að smella hér opnast þingsályktunartillagan.
Umsagnarmál lögð fram.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:40. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 15. febrúar 2022.