1358. fundur

17.02.2022 08:00

1358. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn í Merkinesi, Hljómahöll 17. febrúar 2022, kl. 08:00

Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Baldur Þ. Guðmundsson, Díana Hilmarsdóttir, Guðbrandur Einarsson, Margrét A. Sanders, Gunnar Þórarinsson áheyrnarfulltrúi, Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

1. Samræmd móttaka flóttafólks og menntun barna (2022020555)

Bæjarráð tekur heilshugar undir erindi bréfsins.

Fylgigögn:

Samræmd móttaka flóttafólks og menntun barna í leik- og grunnskóla

2. Aðalfundur HS Veitna hf. 10. mars 2022 (2022020836)

Lagt fram aðalfundarboð HS veitna hf. Friðjóni Einarssyni formanni bæjarráðs falið að fara með atkvæði Reykjanesbæjar á fundinum sem haldinn verður 10. mars 2022.

3. Lánasjóður sveitarfélaga – framboð í stjórn (2022020839)

Óskað er eftir tilnefningu og/eða framboði í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga.

Fylgigögn:

Auglýsing eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga

4. Fundargerð heilbrigðisnefndar Suðurnesja 9. febrúar 2022 (2022020838)

Fundargerð lögð fram.

Fylgigögn:

292. fundur heilbrigðisnefndar Suðurnesja

5. Fundargerð stjórnar Brunavarna Suðurnesja bs. 14. febrúar 2022 (2022020957)

Fundargerð lögð fram.

Fylgigögn:

Fundargerð 62. stjórnarfundar BS 14. febrúar 2022

6. Fundargerðir neyðarstjórnar (2022010209)

Með því að smella hér opnast fundargerðir neyðarstjórnar.

7. Umsagnarmál frá nefndasviði Alþingis (2022010436)

a. Tillaga til þingsályktunar um endurskoðun á laga- og reglugerðaumhverfi sjókvíaeldi, 93. mál
Með því að smella hér opnast þingsályktunartillagan.
b. Tillaga til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, 332. mál
Með því að smella hér opnast þingsályktunartillagan.

Umsagnarmál lögð fram.

8. Húsnæðissjálfseignarstofnun fyrir landsbyggð (2022020019)

Þann 27. janúar var haldinn fundur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) þar sem kynntar voru hugmyndir um stofnun húsnæðissjálfseignarstofnunar (hses) fyrir sveitarfélög fyrir utan höfuðborgarsvæðið. Gert er ráð fyrir að öll sveitarfélög utan höfuðborgarsvæðisins geti lagt íbúðir inn í félagið eða tekið þátt í uppbyggingu.

Húsnæðissjálfseignarstofnun er nú þegar til staðar í sveitarfélaginu. Því telur bæjarráð ekki rétt að sveitarfélagið taki þátt í stofnun fyrirhugaðrar húsnæðissjálfseignarstofnunar, en muni fylgjast vel með framgangi mála.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:00. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 1. mars 2022.