1359. fundur

24.02.2022 08:00

1359. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn í Merkinesi, Hljómahöll 24. febrúar 2022, kl. 08:00

Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Anna Sigríður Jóhannesdóttir varamaður, Baldur Þ. Guðmundsson aðalmaður, Guðbrandur Einarsson aðalmaður, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir varamaður, Gunnar Felix Rúnarsson áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

1. Íbúðafélag Suðurnesja (2019051925)

Ragnhildur Guðmundsdóttir og Hólmsteinn Brekkan frá Íbúðafélagi Suðurnesja mættu á fundinn gegnum fjarfundakerfi.

Lagt fram bréf frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun vegna umsókna um stofnframlög ríkisins skv. lögum um almennar íbúðir nr. 52/2016.
https://www.althingi.is/lagas/nuna/2016052.html

2. Ársskýrslur 2021 (2022020399)

Lagðar fram ársskýrslur sviða og deilda Reykjanesbæjar.

Bæjarráð þakkar greinagóðar skýrslur.

3. Starfsáætlanir 2022 (2021110438)

Lagðar fram starfsáætlanir sviða og deilda Reykjanesbæjar og Reykjaneshafnar.

Bæjarráð þakkar greinagóðar skýrslur.

4. Vefurinn www.visitreykjanesbaer.is (2021110285)

Nýr vefur visitreykjanesbaer.is var opnaður formlega 17. febrúar sl. Fyrirtæki, stofnanir og félög geta auglýst viðburði sína á viðburðadagatali síðunnar og þar með veitt íbúum betri aðgang að því sem er á döfinni í samfélaginu.

Bæjarráð lýsir ánægju sinni með tilkomu vefsins.

5. Almennt eftirlit með fjármálum sveitarfélaga á árinu 2022 (2022021125)

Lagt fram bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga um almennt eftirlit með sveitarfélögum.

Fylgigögn:

Bréf EFS til sveitarstjórnar 21.02.2022

6. Atvinnuleitendur með skerta starfsgetu (2022021101)

Lagt fram bréf frá Vinnumálastofnun um beiðni um aukna samvinnu vegna atvinnuleitenda með skerta starfsgetu.

Bæjarráð vísar málinu til velferðarnefndar til frekari skoðunar.

Fylgigögn:

Erindi til SSS Vinnusamningar

7. Fundargerð stjórnar Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. 8. febrúar 2022 (2022010523)

Fundargerð lögð fram.

Fylgigögn:

Fundargerð 533. stjórnarfundur Kölku

8. Umsögn um tækifærisleyfi – Nemendafélag Fjölbrautaskóla Suðurnesja (2022021098)

Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar um tækifærisleyfi. Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

9. Umsögn um tækifærisleyfi – Reykjanesbær f.h. Fjörheima (2022021107)

Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar um tækifærisleyfi. Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:00. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 1. mars 2022.