1364. fundur

31.03.2022 08:00

1364. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn í Merkinesi, Hljómahöll 31. mars 2022 , kl. 08:00

Viðstaddir: Jóhann Friðrik Friðriksson formaður, Baldur Þ. Guðmundsson, Guðný Birna Guðmundsdóttir Kolbrún Jóna Pétursdóttir og Margrét A. Sanders.

Friðjón Einarsson boðaði forföll, Guðný Birna Guðmundsdóttir varamaður sat fyrir hann. Guðbrandur Einarsson boðaði forföll, Kolbrún Jóna Pétursdóttir varamaður sat fyrir hann. Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi boðaði forföll, Gunnar Felix Rúnarsson varamaður sat fyrir hana.

Að auki sátu fundinn Gunnar Felix Rúnarsson áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

Gestir fundarins komu inn í gegnum fjarfundarbúnað.

1. Atvinnumál (2022030782)

Hildur Jakobína Gísladóttir forstöðumaður Vinnumálastofnunar á Suðurnesjum, Þórdís Ósk Helgadóttir forstöðumaður Súlunnar og Sigurgestur Guðlaugsson verkefnastjóri viðskiptaþróunar mættu á fundinn. Farið var yfir atvinnuleysistölur og vinnumarkaðsúrræði.

2. Stapaskóli I áfangi – drög að uppgjöri (2019050680)

Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs og Jón Ólafur Erlendsson frá VSB verkfræðistofu mættu á fundinn. Lagt fram minnisblað með drögum að lokauppgjöri vegna Stapaskóla áfanga I.

Bæjarráð felur Guðlaugi H. Sigurjónssyni sviðsstjóra umhverfissviðs að ganga frá greiðslu vegna uppgjöra á aukaverkum vegna áfanga I Stapaskóla kr. 154.568.901.

3. Leikskólinn Holt – færanlegar einingar (2022010319)

Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs mætti á fundinn. Lagt fram tilboð frá Hýsi-Verkheimar ehf. um kaup og uppsetningu á Trimo húseiningum fyrir leikskólann Holt. Tilboðið er kr. 81.096.405.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til viðauka við fjárfestingaráætlun 2022.

4. Stækkun safnaðarheimilis Njarðvíkurkirkju – niðurfelling byggingarleyfisgjalda (2022030734)

Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs mætti á fundinn. Lagt fram erindi frá Sóknarnefnd Njarðvíkursóknar um niðurfellingu gatnagerðargjalda kr. 4.994.906 vegna viðbyggingar við Safnaðarheimilið Njarðvíkurbraut 36, 260 Reykjanesbæ.

Bæjarráð tekur vel í erindið og Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra falið að afla frekari upplýsinga.

5. UMFN – afnotasamningur vegna Þórustígs 3 (2021060400)

Lögð fram drög að afnotasamningi milli Reykjanesbæjar og Ungmennafélags Njarðvíkur vegna fasteignarinnar Þórustígur 3, 260 Reykjanesbæ.

Bæjarráð felur Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra að undirrita framlögð drög að afnotasamningi.

6. Golfklúbbur Suðurnesja – afnotasamningur vegna Leiru (2022030790)

Lögð fram drög að afnotasamningi milli Reykjanesbæjar og Golfklúbbs Suðurnesja vegna Golfskálans í Leiru.

Bæjarráð felur Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra að undirrita framlögð drög að afnotasamningi.

7. Stapavellir – Brynja, hússjóður Öryrkjabandalagsins (2019050509)

Lögð fram kynning frá Brynju leigufélagi.

8. Endurskipulagning sýslumannsembætta (2022030581)

Lagt fram til kynningar bréf frá Dómsmálaráðuneytinu varðandi endurskipulagningu sýslumannsembætta.

Fylgigögn:

Endurskipulagning sýslumannsembætta

9. Römpum upp Ísland (2022030779)

Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs mætti á fundinn. Lagt fram bréf frá Römpum upp Ísland.

Bæjarráð fagnar framkomnu erindi og tekur vel í verkefnið.

Fylgigögn:

Römpum upp Ísland

10. Fundargerð stjórnar Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. 15. mars 2022 (2022010523)

Fundargerð lögð fram.

Fylgigögn:

Fundargerð 534. stjórnarfundur Kölku

11. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 25. mars 2022 (2022010311)

Fundargerð lögð fram.

Fylgigögn:

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 908

12. Fjölgun atvinnuleyfa til leiguaksturs – beiðni um umsögn (2022030766)

Erindi Samgöngustofu þar sem óskað er eftir umsögn sveitarstjórnar vegna fjölgunar á atvinnuleyfum til leiguaksturs á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum.

Bæjarráð fagnar áformum um fjölgun atvinnuleyfa.

Fylgigögn:

Beiðni um umsögn um fjölgun á atvinnuleyfum til leiguaksturs. Reykjanesbær

13. Umsögn um tímabundið áfengisleyfi – Knattspyrnudeild Keflavíkur (2022030701)

Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar um tækifærisleyfi. Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

14. Umsagnarmál frá nefndasviði Alþingis (2022010436)

a. Tillaga til þingsályktunar um mótun stefnu í aðdraganda aðgerðaáætlunar í heilbrigðisþjónustu við aldraða til ársins 2030, 418. mál
Með því að smella hér opnast þingsályktunartillagan.
b. Frumvarp til laga um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur (nikótínvörur), 450. mál
Með því að smella hér opnast lagafrumvarpið.

Umsagnarmál lögð fram.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:40. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 5. apríl 2022.