- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Baldur Þ. Guðmundsson, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Margrét A. Sanders og Valgerður Björk Pálsdóttir.
Guðbrandur Einarsson boðaði forföll, Valgerður Björk Pálsdóttir varamaður sat fyrir hann. Jóhann Friðrik Friðriksson boðaði forföll, Díana Hilmarsdóttir sat fyrir hann.
Að auki sátu fundinn Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.
Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs og Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir mættu á fundinn. Lagt fram erindi frá 351. fundi fræðsluráðs, 5. mál. Heildarupphæðin vegna þessara aðgerða er kr. 3.500.000.
Bæjarráð samþykkir og vísar í viðauka við fjárhagsáætlun 2022.
Lagt fram erindi frá ungmennaráði um færslu fjárheimilda frá ungmennaráði til unglingaráðs kr. 1.000.000.
Bæjarráð heimilar færslu fjárheimilda frá ungmennaráði til unglingaráðs.
Bæjarráð samþykkir niðurfellinguna til lækkunar á tekjum vegna gatnagerðargjalda á fullgerðum svæðum, deild 10300, enda falli enginn kostnaður á sveitarfélagið. Þinglýsa skal kvöð á umrætt húsnæði um að greiða skuli gatnagerðargjald af því ef notkun húsnæðisins verður breytt.
Bæjarráð heimilar Guðlaugi H. Sigurjónssyni sviðsstjóra umhverfissviðs að ganga til samninga varðandi skil á lóðunum Hólamið 24, 26 og 28, samanber ákvörðun bæjarráðs frá 7. október sl., og heimilar að gatnagerðargjöld að fjárhæð kr. 72.000.000 verði færð í samræmi við beiðni lóðarhafa.
Hafþór B. Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi, Ólafur Eyjólfsson formaður U.M.F.N. og Gunnlaugur Sveinn Hafsteinsson rekstrarstjóri knattspyrnudeildar U.M.F.N. mættu á fundinn.
Lagt fram erindi frá aðalstjórn Ungmennafélags Njarðvíkur um neyðarstyrk að kr. 7.791.847 vegna tekjutaps af völdum Covid-19 árið 2021.
Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til íþrótta- og tómstundaráðs til skoðunar.
Hafþór B. Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi, Einar Haraldsson formaður Keflavíkur og Karl Daníel Magnússon framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Keflavíkur mættu á fundinn.
Lagt fram erindi frá aðalstjórn Keflavíkur um neyðarstyrk að kr. 15.000.000 vegna tekjufalls af völdum Covid-19 árið 2021.
Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til íþrótta- og tómstundaráðs til skoðunar.
Kynntar viðmiðunarreglur Sambands íslenskra sveitarfélaga um framlög til stjórnmálaflokka.
Fylgigögn:
Viðmiðunarreglur um framlög til stjórnmálaflokka
Lögð fram tilboð sem bárust vegna örútboðs um endurskoðun Reykjanesbæjar og Reykjaneshafnar.
Kostnaðaráætlun var kr. 4.500.000. Bæjarráð samþykkir að gengið verði að lægsta tilboðinu.
| Deloitte ehf. | 6.900.000 kr |
| Enor ehf. | 5.850.000 kr |
| Pricewaterhouse Coopers ehf. | 4.900.000 kr |
Fylgigögn:
Endurskoðun RNB og RH 2022 til 2026
Bæjarráð felur Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra að nýta fyrir hönd sveitarfélagsins forkaupsrétt vegna lóðarinnar Berghólabrautar nr. 9a.
Lagt fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um átak um Hringrásarhagkerfið.
Fylgigögn:
Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar um leyfi til að reka veitingastað í flokki III með gildistíma til 29. mars 2023. Lagðar fram umsagnir byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar, Brunavarna Suðurnesja og Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja. Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með vísan til fyrirliggjandi umsagna.
Erindi Samgöngustofu vegna umsóknar um leyfi til að reka ökutækjaleigu. Lögð fram umsögn byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar. Bæjarráð hafnar umsókninni með vísan til fyrirliggjandi umsagnar.
Innviðaráðuneytið birtir til umsagnar drög að frumvarpi til laga um breytingu á ýmsum lagaákvæðum vegna tilfærslu fasteignaskrár frá Þjóðskrá Íslands til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.
Með því að smella hér opnast drög að frumvarpi til laga.
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um fjarskipti, 461. mál
Með því að smella hér opnast drög að frumvarpi til laga.
Umsagnarmál lagt fram.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:00. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 19. apríl 2022.