1369. fundur

12.05.2022 08:00

1369. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn í Merkinesi, Hljómahöll 12. maí 2022 , kl. 08:00

Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Baldur Þ. Guðmundsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Margrét A. Sanders og Valgerður Björk Pálsdóttir.

Guðbrandur Einarsson boðaði forföll, varamaður Valgerður Björk Pálsdóttir sat fyrir hann.

Að auki sátu fundinn Gunnar Þórarinsson áheyrnarfulltrúi, Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

Gestir fundarins komu inn í gegnum fjarfundarbúnað.

Bæjarráð samþykkti samhljóða að tekin yrðu á dagskrá Húsnæði Myllubakkaskóla, fjallað um málið í fundarlið nr. 11 og Bjarg íbúðafélag - viljayfirlýsing, fjallað um málið í fundarlið nr. 12.

1. Sjálfbærniskýrsla Reykjanesbæjar (2021010385)

Anna Karen Sigurjónsdóttir sjálfbærnifulltrúi mætti á fundinn og kynnti Sjálfbærniskýrslu Reykjanesbæjar 2021.

Fylgigögn:

Sjálfbærniskýrsla Reykjanesbæjar 2021

2. Listamaður Reykjanesbæjar 2022-2026 (2022010277)

Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri lýsti sig vanhæfan og vék af fundi undir þessum lið.

Guðlaug María Lewis menningarfulltrúi mætti á fundinn.

Bæjarráð felur Guðlaugu Maríu Lewis menningarfulltrúa, Baldri Þ. Guðmundssyni og Guðbrandi Einarssyni að vinna áfram í málinu og koma með tilnefningu til bæjarráðs.

3. Viðauki við fjárhagsáætlun 2022 (2021060488)

Regína Fanný Guðmundsdóttir fjármálastjóri mætti á fundinn og kynnti viðauka I við fjárhagsáætlun 2022.

Bæjarráð samþykkir viðauka I við fjárhagsáætlun 2022 og breytingar á fjárheimildum á grundvelli hennar.

4. Ársskýrslur 2021 (2022020399)

Lögð fram ársskýrsla bæjarstjóra 2021.

Bæjarráð þakkar Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra fyrir greinargóða skýrslu.

Fylgigögn:

Ársskýrsla bæjarstjóra 2021

5. Sveitarstjórnarkosningar 2022 - fyrsti fundur nýrrar bæjarstjórnar (2022030825)

Bæjarráð samþykkir að stefnt verði að því að fyrsti fundur nýrrar bæjarstjórnar verði þriðjudaginn 31. maí 2022.

6. Sveitarfélagaskólinn (2022050257)

Lögð fram kynning á Sveitarfélagaskóla Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Fylgigögn:

Sveitarfélagaskólinn

7. Tilraunaverkefni með Reykjanesbæ (2022040242)

Um er að ræða þriggja ára tilraunaverkefni með Pure North sem felur í sér uppsetningu á grenndarstöð innan bæjarfélagsins og samstarfi um þróun starfseminnar. Með þátttöku er stutt við nýsköpun á sviði úrgangsmála.

Bæjarráð leggur til að farið verði í samningaviðræður við Pure North um tilraunaverkefni til 36 mánaða sem verður endurmetið tvisvar á tímabilinu, þ.e. eftir 12 mánuði og 24 mánuði.

8. Upplýsingaöryggisstefna Reykjanesbæjar (2022021198)

Lagðar fram umsagnir frá nefndum og ráðum.

Bæjarráð vísar umsögnum til upplýsingaöryggisteymis til frekari útfærslu.

9. Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga 28.- 30. september 2022 (2022050210)

Lagt fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um landsþing og landsþingsfulltrúa sem verður haldið 28. – 30. september 2022. Upplýsingar um landsfulltrúa og varafulltrúa þurfa að berast fyrir 15. júlí 2022.

10. Fundargerð stjórnar Brunavarna Suðurnesja bs. 6. maí 2020 (2022020957)

Fundargerð lögð fram.

Fylgigögn:

Fundargerð 64.stjórnarfundar 6. maí 2022

11. Húsnæði Myllubakkaskóla (2021050174)

Lagt til að keyptar verði tvær færanlegar kennslueiningar, áætlaður kostnaður kr. 120.000.000.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til viðauka í fjárhagsáætlun 2022.

12. Bjarg íbúðafélag - viljayfirlýsing (2022020120)

Bæjarráð felur Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra að undirrita viljayfirlýsingu um samstarf um uppbyggingu leiguíbúða.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:00. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 17. maí 2022.