1370. fundur

19.05.2022 08:00

1370. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn í Merkinesi, Hljómahöll 19. maí 2022 , kl. 08:00

Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Baldur Þ. Guðmundsson, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Margrét A. Sanders og Valgerður Björk Pálsdóttir.

Guðbrandur Einarsson boðaði forföll, varamaður Valgerður Björk Pálsdóttir sat fyrir hann.

Að auki sátu fundinn Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

Bæjarráð samþykkti samhljóða að tekið yrði á dagskrá Listamaður Reykjanesbæjar 2022-2026, fjallað um málið í fundarlið nr. 9.

1. Beiðni um flutning fjármagns (2022050446)

Málinu frestað.

2. Fundargerðir stjórnar Reykjanes jarðvangs 18. júní, 20. ágúst og 24. september 2021 (2021010666)

Fundargerðir lagðar fram.

Fylgigögn:

60. stjórnarfundur RGP fundargerð 18.06.2021
61. stjórnarfundur RGP fundargerð 20.08.2021
62. stjórnarfundur RGP fundargerð 24.09.2021

3. Fundargerðir stjórnar Reykjanes jarðvangs 7. janúar og 6. maí 2022 (2022050327)

Fundargerðir lagðar fram.

Fylgigögn:

63. stjórnarfundur RGP fundargerð 07.01.2022
64. stjórnarfundur RGP fundargerð 06.05.2022

4. Fundargerð vorfundar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 29. apríl 2022 (2022050341)

Fundargerð lögð fram.

Fylgigögn:

Fundargerð vorfundar SSS 29.04.2022

5. Fundargerð stjórnar Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. 3. maí 2022 (2022010523)

Fundargerð lögð fram.

Fylgigögn:

Fundargerð 535. stjórnarfundur Kölku

6. Fundargerð heilbrigðisnefndar Suðurnesja 12. maí 2022 (2022020838)

Fundargerð lögð fram.

Fylgigögn:

293. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurnesja 12.05.2022

7. Aðalfundur Eignarhaldsfélags Suðurnesja 23. maí 2022 (2022050428)

Lagt fram aðalfundarboð Eignarhaldsfélags Suðurnesja. Bæjarráð tilnefnir Friðjón Einarsson formann bæjarráðs til að fara með atkvæði Reykjanesbæjar á fundinum.

8. Aðalfundur Keilis og IAA 1. júní 2022 (2022050427)

Lagt fram aðalfundarboð Keilis og IAAA. Bæjarráð tilnefnir Friðjón Einarsson formann bæjarráðs til að fara með atkvæði Reykjanesbæjar á fundinum.

9. Listamaður Reykjanesbæjar 2022-2026 (2022010277)

Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri lýsti sig vanhæfan og vék af fundi undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir tillögu frá undirbúningsnefnd um útnefningu listamanns Reykjanesbæjar 2022 til 2026. Nafn listamannsins verður tilkynnt við hátíðarhöldin á 17. júní n.k.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:20. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 7. júní 2022.