1371. fundur

25.05.2022 08:00

1371. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn í Merkinesi, Hljómahöll 25. maí 2022 , kl. 08:00

Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Baldur Þ. Guðmundsson, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Margrét A. Sanders og Valgerður Björk Pálsdóttir.

Að auki sátu fundinn Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

Gestir fundarins komu inn í gegnum fjarfundarbúnað.

1. Orkuskipti í samgöngum – næstu skref (2020090208)

Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs mætti á fundinn og kynnti næstu skref í uppbyggingu innviða fyrir hleðslustöðvar fyrir rafbíla.

2. Beiðni um flutning fjármagns (2022050446)

Óskað er eftir heimild til að flytja fjármagn af launalykli 02-410-1110 yfir á rekstrarlykil 02-410-4990 hjá Dagdvöl.

Bæjarráð heimilar flutning fjármagnsins.

3. Markaðsstefna Reykjanesbæjar - drög til umsagnar (2021110284)

Lögð fram til kynningar Markaðsstefna Reykjanesbæjar 2022-2027.

Bæjarráð óskar eftir að Þórdís Ósk Helgadóttir forstöðumaður Súlunnar komi á fund bæjarráðs.

4. Fagriblakur frá Keflavík - Paddy‘s, Hafnargötu 38 - rekstrarleyfi (2022050185)

Baldur Þ. Guðmundsson vék af fundi undir þessum lið.

Lagður fram tölvupóstur frá Sýslumanninum á Suðurnesjum.

Bæjarráð felur Sveini Björnssyni byggingarfulltrúa að svara erindinu í samráði við Unnar Stein Bjarndal bæjarlögmann.

5. Heimildamynd um Þóri Baldursson – beiðni um styrk (2022040568)

Lögð fram beiðni frá Fjörtíu þúsund sjötíu og fjórir kílómetrar ehf.um styrk kr. 1.000.000 vegna gerðar heimildarmyndar um Þóri Baldursson.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

6. Gömul bæjarstjórnarborð (2022050585)

Lagt fram erindi frá Byggðasafninu varðandi gömlu bæjarstjórnarborðin.

Bæjarráð felur Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra að vinna áfram í málinu.

7. Umsögn vegna starfsleyfis - Plús gallery ehf./Golden Circle rent a car, Hólmbergsbraut 5 (2022050576)

Erindi Samgöngustofu vegna umsóknar um leyfi til að reka ökutækjaleigu. Lögð fram umsögn byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar. Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með vísan til fyrirliggjandi umsagnar.

8. Umsagnarmál frá nefndasviði Alþingis (2022010436)

a. Frumvarp til laga um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2022-2036, 563. mál
Með því að smella hér opnast lagafrumvarpið.
b. Frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög (íbúakosningar á vegum sveitarfélaga), 571. mál
Með því að smella hér opnast lagafrumvarpið.
c. Frumvarp til laga um skipulagslög (uppbygging innviða), 573. mál
Með því að smella hér opnast lagafrumvarpið.
d. Tillaga til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda, 592. mál
Með því að smella hér opnast þingsályktunartillagan.
e. Frumvarp til laga um útlendinga (alþjóðleg vernd), 595. mál
Með því að smella hér opnast lagafrumvarpið.

Umsagnarmál lögð fram.

9. Umsögn vegna starfsleyfis – HB ehf. - Camping Cars, Bogatröð 33 (20220050002)

Erindi Samgöngustofu vegna umsóknar um leyfi til að reka ökutækjaleigu. Lögð fram umsögn byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar. Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með vísan til fyrirliggjandi umsagnar.

10. Húsnæði Myllubakkaskóla (2021050174)

Lögð fram fundargerð starfshóps um framkvæmdir í kjallara Myllubakkaskóla.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:45. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 7. júní 2022.