16.06.2022 08:00

1373. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn í Merkinesi, Hljómahöll 16. júní 2022, kl. 08:00

Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Margrét A. Sanders og Valgerður Björk Pálsdóttir.

Að auki sátu fundinn Rannveig Erla Guðlaugsdóttir áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

Gestir fundarins komu inn í gegnum fjarfundarbúnað.

1. Fjölgun stöðugilda á umhverfissviði (2022060294)

Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs, Gunnar Ellert Geirsson deildarstjóri umhverfismála, Tryggvi Þór Bragason deildarstjóri eignaumsýslu og Sveinn Björnsson byggingarfulltrúi mættu á fundinn. Lagt fram erindi um fjölgun stöðugilda á umhverfissviði vegna aukinna umsvifa samhliða stækkunar sveitarfélagsins.

Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra að vinna áfram í málinu.

2. Framlenging á ráðningu sjálfbærnifulltrúa (2022060300)

Bæjarráð samþykkir framlengingu á ráðningu sjálfbærnifulltrúa til næstu áramóta.

3. Mælaborð bæjarráðs (2022060177)

Jóhann Sævarsson rekstrarfulltrúi hagdeildar mætti á fundinn og kynnti mælaborð bæjarráðs.

4. Kjör formanna í nefndir og ráð (2022060216)

Lagt fram.

5. Erindisbréf bæjarráðs (2022060217)

Lagt-fram erindisbréf bæjarráðs sem samþykkt var í bæjarstjórn 18. febrúar 2020.

6. Siðareglur kjörinna fulltrúa (2022060218)

Siðareglur kjörinna fulltrúa.

7. Tilraunaverkefni með Reykjanesbæ (2022040242)

Málinu frestað.

8. Fjölþætt heilsuefling 65+ í Reykjanesbæ (2022021106)

Lagt fram bréf frá Janusar heilsueflingu.

Bæjarráð samþykkir að bjóða Janusi Guðlaugssyni að halda kynningu fyrir bæjarstjórnarfulltrúa.

9. Fulltrúar á landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga (2022050210)

Kjör á sjötta aðal- og varafulltrúa á Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Bæjarráð samþykkir Margréti Þórarinsdóttur (U) sem sjötta aðalmann á Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga og Gunnar Felix Rúnarsson (U) varamann hennar.

10. Umsögn vegna starfsleyfis ökutækjaleigu – Private Hire Iceland ehf., Vallarási 5 (2022050747)

Erindi Samgöngustofu vegna umsóknar um leyfi til að reka ökutækjaleigu. Lögð fram umsögn byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar. Bæjarráð hafnar umsókninni með vísan til fyrirliggjandi umsagnar.

11. Umsögn vegna starfsleyfis ökutækjaleigu - Car-rental ehf., Suðurbraut 890 (2022060004)

Erindi Samgöngustofu vegna umsóknar um leyfi til að reka ökutækjaleigu. Lögð fram umsögn byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar. Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með vísan til fyrirliggjandi umsagnar.

12. Aðalfundur Tjarnargötu 12 ehf. 16. júní 2022 (2022060314)

Fylgigögn:

Aðalfundur Tjarnargötu 12 ehf-dagskrá 16.06.2022
Fundargerð aðalfundar Tjarnargötu 12 16. júní 2022
Tjarnargata 12 Ársreikningur 2021

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:15. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 21. júní 2022.