07.07.2022 08:00

1376. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn í Merkinesi, Hljómahöll 7. júlí 2022, kl. 08:00

Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Margrét A. Sanders og Valgerður Björk Pálsdóttir.

Að auki sátu fundinn Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Unnar Steinn Bjarndal bæjarlögmaður, staðgengill bæjarstjóra og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

Bæjarráð samþykkti samhljóða að tekið yrði á dagskrá Umhirða grassvæða í Reykjanesbæ, fjallað um málið í fundarlið nr. 8 og Iðunn H2 – vetnisframleiðsla í Helguvík, fjallað um málið undir fundarlið 9.

1. Ræsting í grunnskólum – framlenging á verksamningi (2021080564)

Kristinn Þór Jakobsson innkaupastjóri mætti á fundinn.

Um framlengingu á samningi nr. 4977 er að ræða vegna kæru tilboðsaðila á útboði nr. 21636, Ræsting í grunnskólum Reykjanesbæjar mars 2022 og gildir samningur þessi þar til niðurstaða kærunefndar útboðsmála liggur fyrir eða í síðasta lagi til 31.12.2022.

Bæjarráð samþykkir framlengingu samnings og felur Unnari Steini Bjarndal bæjarlögmanni að undirrita hann.

2. Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga - ársreikningur 2021 (2022060517)

Regína F. Guðmundsdóttir fjármálastjóri mætti á fundinn.

Fylgigögn:

Skýringar - Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga 7.7.22

3. Lux club, Hafnargötu 30 - erindi frá íbúum (2022050745)

Lagt fram bréf frá stjórn húsfélagsins að Hafnargötu 29.

Bæjarráð felur Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra að vinna áfram í málinu.

4. Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 20. maí og 23. júní 2022 (2022010311)

Fundargerðir lagðar fram.

Fylgigögn:

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 910
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 911

5. Fundargerð stjórnar Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. 14. júní 2022 (2022010523)

Fundargerð lögð fram.

Fylgigögn:

Fundargerð 536. stjórnarfundur Kölku

6. Fundargerð velferðarráðs 29. júní 2022 (2022010014)

Fundargerð lögð fram.

Fundargerðin samþykkt 5-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 411. fundar velferðarráðs 29. júní 2022

7. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 1. júlí 2022 (2022010013)

Fundargerð lögð fram.

Eftirfarandi liðir fundargerðarinnar frá 1. júlí voru samþykktir sérstaklega:
Þriðji liður fundargerðarinnar Tjarnabraut 2 - breyting á deiliskipulagi (2022030429) samþykktur 5-0 án umræðu.
Fjórði liður fundargerðarinnar Bjarkardalur 21-23, 25-27 og 29-31 - breyting á deiliskipulagi (2022040386) samþykktur 5-0 án umræðu.
Sjötti liður fundargerðarinnar Laufdalur 31 - sólstofa (2022060440) samþykktur 5-0 án umræðu.
Sjöundi liður fundargerðarinnar Smáratún 20 – bílastæði (2022060608) samþykktur 5-0 án umræðu.
Áttundi liður fundargerðarinnar Urðarás 11 - breyting á deiliskipulagi (2022060316) samþykkt 5-0 að fresta afgreiðslu.
Fjórtándi liður fundargerðarinnar Ósk um framkvæmdaleyfi - lagning háspennustrengs frá Fitjum að Bogatröð (2022060610) samþykktur 5-0 án umræðu.

Fundargerðin samþykkt að öðru leyti 5-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 296. fundar umhverfis- og skipulagsráðs 1. júlí 2022

8. Umhirða grassvæða í Reykjanesbæ (2022070116)

Unnar Steinn Bjarndal bæjarlögmaður fór yfir málið. Lagt fram minnisblað frá Guðlaugi H. Sigurjónssyni sviðsstjóra umhverfissviðs og Gunnari Ellert Geirssyni deildarstjóra umhverfismála.

9. Iðunn H2 – vetnisframleiðsla í Helguvík (2021070366)

Sigurgestur Guðlaugsson verkefnastjóri viðskiptaþróunar mætti á fundinn. Lögð fram til kynningar viljayfirlýsing milli IðunnarH2 ehf. og Reykjanesbæjar.

Bæjarráð samþykkir viljayfirlýsinguna og felur Unnari Steini Bjarndal bæjarlögmanni að undirrita fyrir hönd Reykjanesbæjar.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:20.