- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Viðstaddir: Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir varaformaður, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Margrét A. Sanders, Sverrir Bergmann Magnússon og Valgerður Björk Pálsdóttir.
Að auki sátu fundinn Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.
Friðjón Einarsson formaður boðaði forföll, Sverrir Bergmann sat fyrir hann.
Anna Karen Sigurjónsdóttir sjálfbærnifulltrúi mætti á fundinn og lagði fram minnisblað um hugmyndir að breytingum á meðhöndlun úrgangs.
Bæjarráð leggur áherslu á að verkefnið verði unnið í samvinnu við sveitarfélögin á Suðurnesjum og Kölku og Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra falið að ítreka ósk um sameiginlegan fund þessara aðila.
Einar Haraldsson, formaður Keflavíkur, íþrótta- og ungmennafélags og Magnús Sverrir Þorsteinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur mættu á fundinn.
Málinu frestað.
Lögð fram beiðni um kaup á Kirkjuvogi 13b.
Bæjarráð felur Kjartani Má Kjartanssyni að vinna frekar í málinu.
Lögð fram drög að aðgerðaráætlun Reykjanesbæjar vegna innleiðingar Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Óskað er eftir umsögnum, frestur til að skila umsögnum er til 21. október 2022.
Skipa þarf í nýjan stýrihóp Barnvæns sveitarfélags a.m.k. tvo bæjarfulltrúa, einn frá minnihluta og einn frá meirihluta.
Bæjarráð tilnefnir Valgerði Björk Pálsdóttur og Margréti Þórarinsdóttur.
Fylgigögn:
Erindi til bæjarráðs Reykjanesbæjar
Lagt fram bréf frá Skógræktarfélagi Íslands þar sem skorað er á sveitarstjórnir að vinna að skipulagsáætlunum í takt við stefnu stjórnvalds um skógrækt á landsvísu.
Bæjarráð felur Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra að vinna frekar í málinu.
Fylgigögn:
Bréf með ályktun - Skipulag og framkvæmdaleyfi - sveitarfélögin
Lögð fram greinargerð um jólaverkefni Reykjanesbæjar. Óskað er eftir viðbótarframlagi kr. 6.500.000.
Erindinu frestað.
Lagt fram erindi frá UNICEF um tækifæri barna til áhrifa og ungmennaráð.
Fylgigögn:
Erindi frá UNICEF til Reykjanesbæjar
Bæjarráð tilnefnir eftirfarandi sem aðalmenn í svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja: Eystein Eyjólfsson og Gunnar Ottósson, varamenn Guðlaug Sigurjónsson og Róbert Jóhann Guðmundsson.
Samþykkt 5-0.
Lagt fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um skráningu á Fjármálaráðstefnu sveitarfélaga 2022.
Bæjarráð hvetur bæjarfulltrúa til að skrá sig á ráðstefnuna.
Lagt fram bréf frá Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum.
Fylgigögn:
Umsögn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, fjarlög 2023, 1.mál
Lagt fram bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga um ársfund sjóðsins. Þátttaka tilkynnist til og með 5. október.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fylgigögn:
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fylgigögn:
Fundargerð 46. aðalfundar SSS 17. september 2022
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar um rekstrarleyfi í flokki II. Lagðar fram umsagnir byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar, Brunavarna Suðurnesja og Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja. Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með vísan til fyrirliggjandi umsagna.
Erindi Samgöngustofu vegna umsóknar um leyfi til að reka ökutækjaleigu. Lögð fram umsögn byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar. Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með vísan til fyrirliggjandi umsagnar.
Erindi Samgöngustofu vegna umsóknar um leyfi til að reka ökutækjaleigu. Lögð fram umsögn byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar. Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með vísan til fyrirliggjandi umsagnar.
Frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum, nr. 123/2010 (uppbygging innviða), 144. mál
Umsagnarmál lagt fram.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:00. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 18. október 2022.