1389. fundur

20.10.2022 08:00

1389. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn í Merkinesi, Hljómahöll 20. október 2022, kl. 08:00

Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Díana Hilmarsdóttir, Guðbergur Reynisson, Sverrir Bergmann Magnússon og Valgerður Björk Pálsdóttir.

Að auki sátu fundinn Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

Guðný Birna Guðmundsdóttir boðaði forföll, Sverrir Bergmann Magnússon sat fyrir hana.
Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir boðaði forföll, Bjarni Páll Tryggvason sat fyrir hana.
Margrét A. Sanders boðaði forföll, Guðbergur Reynissonsat fyrir hana.

1. Kirkjuvogur 13b - Kotvogur (2022090411)

Unnar Steinn Bjarndal bæjarlögmaður mætti á fundinn og kynnti kauptilboð sem barst.

Bæjarráð samþykkir kauptilboðið og felur Unnari Steini Bjarndal bæjarlögmanni að ganga frá samningnum.

2. Erindi frá Njarðvíkursókn (2022050359)

Unnar Steinn Bjarndal bæjarlögmaður mætti á fundinn og fór yfir erindi sem barst frá Njarðvíkursókn.

Bæjarráð felur Unnari Steini Bjarndal bæjarlögmanni að vinna áfram í málinu.

3. Sveitarfélög, skipulagsáætlanir og framkvæmdaleyfi til skógræktar (2022090530)

Berglind Ásgeirsdóttir umhverfisstjóri mætti á fundinn og gerði grein fyrir samstarfi við ýmis félög varðandi skógrækt í Reykjanesbæ.

4. Fjárhagsáætlun 2023-2026 (2022080148)

Regína F. Guðmundsdóttir fjármálastjóri mætti á fundinn og lagði fram minnisblað um áætlaðar skatttekjur 2023, gjaldskrá 2023 og tillögu að fjárhagsramma 2023.

Bæjarráð samþykkir framlagðar tillögur Regínu F. Guðmundsdóttur fjármálastjóra að fjárhagsrömmum 2023, drög að gjaldskrá 2023 og drög að fjárfestingarverkefnum 2022-2026.

5. Jafnlaunastefna Reykjanesbæjar (2022100384)

Lögð fram drög að jafnlaunastefnu Reykjanesbæjar.

6. Forkaupsréttur vegna sölu á Bergvík GK011 (2022100344)

Lögð fram yfirlýsing um að nýta ekki forkaupsrétt á Bergvík GK011.

Bæjarráð fellur frá forkaupsrétti.

7. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna - aðgerðaráætlun (2020021548)

Lagt fram minnisblað um innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, kostnað og áframhaldandi innleiðingu.

8. Stafræn smiðja á Suðurnesjum (2022100371)

Lagt fram erindi um stofnun stafrænnar smiðju á Suðurnesjum.

Bæjarráð leggur til að Halldóra Jónsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra verði fulltrúi Reykjanesbæjar í verkefninu.

Fylgigögn:

Stafræn smiðja á Suðurnesjum

9. Verkefnastjórn Vatnsneshússins (2020030181)

Lögð fram fundargerð verkefnastjórnar endurbyggingar Vatnsneshússins.

10. Fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 12. október 2022 (2022010469)

Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fylgigögn:

782. fundur Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 12102022

11. Umsögn vegna starfsleyfis ökutækjaleigu – N66 ehf. Lindarbraut 637 (2022090482)

Erindi Samgöngustofu vegna umsóknar um leyfi til að reka ökutækjaleigu. Lögð fram umsögn byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar. Bæjarráð hafnar umsóknina með vísan til fyrirliggjandi umsagnar.

12. Umsagnarmál frá nefndasviði Alþingis (2022010436)

a. Frumvarp til laga um almannatryggingar (skerðing á lífeyri vegna búsetu), 44. mál
Með því að smella hér opnast lagafrumvarpið.
b. Tillaga til þingsályktunar - Endurskoðun á laga- og reglugerðarumhverfi sjókvíaeldis, 9. mál
Með því að smella hér opnast þingsályktunartillagan.

Umsagnarmál lögð fram.

13. Stjórnarfundur Tjarnargötu 12 ehf. (2022010328)

Umræður um framkvæmdir á Tjarnargötu 12, Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra falið að vinna áfram í málinu.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:45. Fundargerðin fer til samþykktar bæjarstjórnar 1. nóvember 2022.