1393. fundur

17.11.2022 08:00

1393. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn í Merkinesi, Hljómahöll 17. nóvember 2022, kl. 08:00

Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Bjarni Páll Tryggvason, Guðbergur Reynisson, Sverrir Bergmann Magnússon og Valgerður Björk Pálsdóttir

Að auki sátu fundinn Gunnar Felix Rúnarsson áheyrnarfulltrúi, Unnar Steinn Bjarndal staðgengill bæjarstjóra og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

Forföll boðaði Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Bjarni Páll Tryggvason sat fyrir hana.
Forföll boðaði Guðný Birna Guðmundsdóttir, Sverrir Bergmann Magnússon sat fyrir hana.
Margrét A. Sanders boðaði forföll, Guðbergur Reynisson sat fyrir hana.
Margrét Þórarinsdóttir boðaði forföll, Gunnar Felix Rúnarsson sat fyrir hana.

1. Samræmd móttaka flóttafólks (2022020555)

Lögð fram drög að þjónustusamningi um samræmda móttöku flóttafólks og drög að kröfulýsingu um þjónustu móttökusveitarfélaga.

Bæjarráð samþykkir samninginn og felur Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra að undirrita.

2. Árshlutauppgjör - 9 mánaða uppgjör (2022060110)

Þorgeir Sæmundsson deildarstjóri reikningshalds mætti á fundinn og lagði fram drög að árshlutareikningi Reykjanesbæjar janúar til september 2022.

3. Fjárhagsáætlun 2023-2026 (2022080148)

Lagt fram minnisblað um forsendur og markmið fjárhagsáætlunar 2023 til og með 2026.

4. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna – aðgerðaáætlun (2020021548)

Lögð fram aðgerðaáætlun Reykjanesbæjar vegna innleiðingar Barnasáttmálans ásamt umsögnum sem bárust frá ráðum og nefndum.

5. Umsögn vegna starfsleyfis ökutækjaleigu – Indie Campers Iceland ehf. Fuglavík 18 (2022100372)

Erindi Samgöngustofu vegna umsóknar um leyfi til að reka ökutækjaleigu. Lögð fram umsögn byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar. Bæjarráð hafnar umsókninni með vísan til fyrirliggjandi umsagnar.

6. Umsögn vegna starfsleyfis ökutækjaleigu – útibú Ring ehf. Bolafæti 13 (2022100581)

Erindi Samgöngustofu vegna umsóknar um leyfi til að reka ökutækjaleigu. Lögð fram umsögn byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar. Bæjarráð hafnar umsókninni með vísan til fyrirliggjandi umsagnar.

7. Umsögn um tækifærisleyfi – Fjörheimar (2022110265)

Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar um tækifærisleyfi. Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

8. Þróunarreitir (2021090502)

Lagt fram minnisblað og drög að samkomulagi milli Reykjanesbæjar og Reykjaneshafnar um lóðirnar við Grófina 2 og 2a ásamt þróunarsamningi við Reykjanes Investment ehf.
Bæjarráð felur Unnari Steini Bjarndal bæjarlögmanni að ganga frá samningum og Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra að undirrita fyrir hönd Reykjanesbæjar.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:50. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 6. desember 2022.