1394. fundur

24.11.2022 08:00

1394. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn í Merkinesi, Hljómahöll 24. nóvember 2022, kl. 08:00

Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Margrét A. Sanders, Sverrir Bergmann Magnússon og Valgerður Björk Pálsdóttir.

Að auki sátu fundinn Rannveig Erla Guðlaugsdóttir áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

Guðný Birna Guðmundsdóttir boðaði forföll, Sverrir Bergmann Magnússon sat fyrir hana.
Margrét Þórarinsdóttir boðaði forföll, Rannveig Erla Guðlaugsdóttir sat fyrir hana.

1. Færsla Þjóðbrautar (2022110435)

Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs mætti á fundinn.

Lagt fram erindi þar sem óskað er eftir heimild til að ganga til samninga við GG Bygg um færslu Þjóðbrautar sem liggur á landi GG Bygg.

Bæjarráð samþykkir erindið og felur Guðlaugi H. Sigurjónssyni sviðsstjóra umhverfissviðs að ganga frá samningi og Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra að undirrita hann.

Fylgigögn:

Erindi - Færsla Þjóðbrautar

2. Nýtt efnislosunarsvæði – vegagerð (2022110436)

Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs mætti á fundinn.

Lagt fram erindi þar sem óskað er eftir heimild til að samþykkja tilboð frá Sveinsverki, sem var með lægsta tilboðið, í lagningu á nýjum vegi frá mislægum gatnamótum suður að Njarðvíkurheiði að tengivirki Landsnets og samkomulag milli Landsnets og Reykjanesbæjar.

Bæjarráð samþykkir erindið og felur Guðlaugi H. Sigurjónssyni sviðsstjóra umhverfissviðs að ganga frá samningi við Sveinsverk og felur Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra að undirrita samninginn við Sveinsverk og samkomulag við Landsnet.

Fylgigögn:

Erindi - Nýtt efnislosunarssvæði - vegagerð

3. Duus safnahús – breytingar á Bryggjuhúsi (2021050282)

Guðlaug María Lewis menningarfulltrúi mætti á fundinn og kynnti fyrirhugaðar framkvæmdir vegna styrkingar á gólfi Bryggjuhúss Duus safnahúsa í Reykjanesbæ. Óskað er eftir að fá að nýta fjárheimildir sem ætlaðar voru í framkvæmdir í Duus safnahúsum til að styrkja gólf í Bryggjuhúsi svo tryggja megi áframhaldandi sýningarhald þar og aðgengi fyrir alla.

Bæjarráð samþykkir erindið.

4. Fjárhagsáætlun 2023-2026 (2022080148)

Umræður um fjárhagsáætlun 2023-2026.

5. Barnvænt samfélag – aðgerðaáætlun (2020021548)

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi aðgerðaáætlun vegna Barnvæns samfélags. Kostnaðaráætlun kr. 3.000.000 er í drögum að fjárhagsáætlun 2023.

Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra falið að koma áætluninni í farveg.

Fylgigögn:

Aðgerðaáætlun innleiðing Barnasáttmála Reykjanesbær

6. Stuðningur við samfélagsleg verkefni í Reykjanesbæ (2022110432)

Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir lagði fram tillögu ásamt greinargerð um stuðning við samfélagsleg verkefni í Reykjanesbæ.

Fylgigögn:

Stuðningur við samfélagsleg verkefni í Reykjanesbæ - tillaga

7. Aðalskipulag Reykjanesbæjar – athugasemdir (2019060056)

Lagt fram erindi vegna athugasemda við fyrirhugaða breytingu á aðalskipulagi Reykjanesbæjar 2020-2035.

Bæjarráð felur Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra að vinna áfram í málinu.

8. Erindisbréf byggingarnefndar Myllubakkaskóla (2021050174)

Málinu frestað.

9. Stjórnsýsla Reykjanesbæjar – skipulagsbreytingar (2022110461)

Lögð fram til kynningar drög að breytingum á skipuriti stjórnsýslu Reykjanesbæjar sem eiga að koma til framkvæmdar 1. janúar 2023.

Bæjarráð felur Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra að hrinda þeim í framkvæmd.

Margrét A. Sanders sat hjá við afgreiðsluna og lagði fram eftirfarandi bókun:
Sjálfstæðisflokkurinn fagnar því að í nýju skipulagi sé atvinnumálum gert hærra undir höfði. Vegna skamms fyrirvara á tillögu um skipulagsbreytingar situr fulltrúi Sjálfstæðisflokksins hjá og telur þurfa að skoða málið betur.

10. Menningarhús (2022110463)

Lagt fram minnisblað þar sem lagt er til að Bókasafn Reykjanesbæjar verði flutt í Hljómahöll í aðstöðu rokksafnsins og að Rokksafni Íslands verði fundinn annar staður. Þetta er liður í því að Hljómahöll verði menningarhús Reykjanesbæjar til framtíðar.

Bæjarráð felur Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra að vinna áfram í málinu og að kannað verði með hugsanlegan kostnað og tilhögun við færslu bókasafnsins.

Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins Margrét Sanders leggur áherslu á að þarfagreining og kostnaðaráætlun liggi fyrir áður en lokaákvörðun er tekin.

11. Fundargerðir stjórnar Reykjanes jarðvangs 9. september og 11. nóvember 2022 (2022050327)

Fundargerðir lagðar fram til kynningar.

Bæjarráð samþykkir að skipa Kjartan Má Kjartansson bæjarstjóra sem fulltrúa Reykjanesbæjar í stjórn Reykjanes jarðvangs.

Fylgigögn:

65. fundur stjórnar RGP 9. september 2022
66. fundur stjórnar RGP 11. nóvember 2022

12. Fundargerð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga 11. nóvember 2022 (2022010626)

Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fylgigögn:

Fundargerð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga nr. 53

13. Fundargerð aðalfundar Samtaka orkusveitarfélaga 11. nóvember 2022 (2022100228)

Fundargerð aðalfundar lögð fram til kynningar.

Fylgigögn:

Fundargerð aðalfundar Samtaka orkusveitarfélaga 2022

14. Fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 16. nóvember 2022 (2022010469)

Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fylgigögn:

783. fundur SSS 15112022

15. Fundargerð stjórnar Brunavarna Suðurnesja bs. 17. nóvember 2022 (2022020957)

Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fylgigögn:

Fundargerð 68. stjórnarfundar. 17. nóvember

16. Fundargerð heilbrigðisnefndar Suðurnesja 17. nóvember 2022 (2022020838)

Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fylgigögn:

296. fundur HES 17.11.2022

17. Umsögn vegna rekstrarleyfis – BRONS 230 ehf. Sólvallagata 2 (2022110256)

Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar um leyfi til að reka veitingastað í flokki II. Lagðar fram umsagnir byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar, Brunavarna Suðurnesja og Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja sem mælir með að Brons 230 ehf. verði veitt leyfi til 1 árs þar sem óvissa er um grenndaráhrif. Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með vísan til fyrirliggjandi umsagna.

18. Umsagnarmál í samráðsgátt (2022010082)

Drög að reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga.
Með því að smella hér opnast umsagnarmál í samráðsgátt.

Umsagnarmál lagt fram.

19. Umsagnarmál frá nefndasviði Alþingis (2022010436)

Tillaga til þingsályktunar um öruggt farsímasamband á þjóðvegum, 46. mál.
Með því að smella hér opnast þingsályktunartillagan.

Umsagnarmál lagt fram.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:30. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 6. desember 2022.