26.01.2023 08:15

1403. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn í Merkinesi, Hljómahöll 26. janúar 2023, kl. 08:15

Viðstaddir: Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir varaformaður, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Margrét A. Sanders, Sverrir Bergmann Magnússon og Valgerður Björk Pálsdóttir.

Að auki sátu fundinn Rannveig Erla Guðlaugsdóttir áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

Friðjón Einarsson boðaði forföll, Sverrir Bergmann Magnússon sat fyrir hann.
Margrét Þórarinsdóttir boðaði forföll, Rannveig Erla Guðlaugsdóttir sat fyrir hana.

1. Leikskóli í Hlíðarhverfi (2021040124)

Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs mætti á fundinn.

Lagður fram samningur um uppbyggingu þriðja áfanga Hlíðarhverfis í Reykjanesbæ ásamt fylgiskjölum.

Bæjarráð felur Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra að undirrita samninginn með fyrirvara um staðfestingu bæjarstjórnar.

2. Betri vinnutími (2022110152)

Iðunn Kristín Grétarsdóttir deildarstjóri launa- og kjaradeildar mætti á fundinn og lagði fram minnisblað um betri vinnutíma 2023.

Bæjarráð felur Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra að vinna áfram í málinu.

3. Úttekt á umhverfis- og framkvæmdasviði (2023010375)

Málinu frestað.

4. Rakaskemmdir í stofnunum (2022100267)

Lögð fram fundargerð byggingarnefndar til kynningar.

Fylgigögn:

Fundargerð 10. fundar byggingarnefndar 19. janúar 2023

5. Fundargerð stjórnar Brunavarna Suðurnesja bs. 19. janúar 2023 (2023010469)

Lögð fram fundargerð stjórnar Brunavarna Suðurnesja til kynningar.

Fylgigögn:

Fundargerð 70. stjórnarfundar 19. janúar 2023

6. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 20. janúar 2023 (2023010560)

Lögð fram fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga til kynningar.

Fylgigögn:

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 917

7. Umsögn vegna starfsleyfis ökutækjaleigu – Okkar ehf. Selvík 3 (2022120375)

Erindi Samgöngustofu vegna umsóknar um leyfi til að reka ökutækjaleigu. Lögð fram umsögn byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar. Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með vísan til fyrirliggjandi umsagnar.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:45. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 7. febrúar 2023.